Síður

sunnudagur, 12. júlí 2015

UUUUU já ég er kjáni

Sunnudagur er runninn upp og engin sól í dag,en það er voðalega fallegt veður.


Og auðvitað ætlaði ég að sofa út í morgun en nei var vöknuð fyrir 9 aaarrggg.Reyndi að hanga eins lengi og ég gat í gærkveldi,ætlaði svo að horfa á bardagann með  syninum.En auðvitað steinsofnaði ég yfir sjónvarpinu,rétt rumskaði þegar drengurinn kom framm gólandi að Gunnar hafi unnið.Og auðvitað svaf ég í sófanum í nótt hahaha.Vaknaði svo einhverntímann í nótt og hengslaðist inní rúm.
Og þetta er sko ekki í fyrsta skipti sem ég geri þetta,þegar við vorum ný flutt hingað á Hólana þá svaf ég í stofunni allavega fyrstu 2-3 mánuðina.Einhvernveginn var svo erfitt að sofa í gamla svefnherberginu,en er löngu vaxinn uppúr því.Bara stundum svo gott að sofna yfir sjónvarpinu en ekki alveg eins gott fyrir skrokkinn að liggja í þessu ónýta sófasetti.

En auðvitað hagaði ég mér eins og álfur í gær,ætlaði svo að hvíla skrokkinn en nei varð að spæna í göngu í góða veðrinu.Og gekk allann bæinn og uppí fjall,finnst bara glæpur að hanga inni þegar er svona veður.En ég fékk þetta auðvitað í hausinn er núna eins og tóm blaðra hahaha,og auðvitað verkir um allt meira að segja í hárinu.En get bara sjálfri mér um kennt læri seint og illa á þetta drasl.

Svo að plan dagsins er að gera ekki neitt bara liggja og ....................je right.Æði örugglega í að gera eitthvað kjánalegt ef ég þekki mig rétt.

En ætla allavega núna að horfa á Taggart já er sko með klassa stöð sem sýnir Taggart Barnaby og dýralífsmyndir.Er hægt að biðja um meira,uuuu nei held ekki sko.

Vona að þið eigið öll frábæran sunnudag við hallarbúar ætlum allavega að reyna það.


Baddý !!!!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli