Síður

föstudagur, 17. júlí 2015

Gengur hægt en mjakast

Góðan dag það er komin föstudagur sólin skín og fjörðurinn skartar sínu fegurasta.

Meirihluti hallarbúa var komin á ról hér fyrir 7 í morgun,og þá er ég að meina mig og kattarskammirnar mínar.Er búin að vera afskaplega samviskusöm síðustu 2 vikur að koma mér snemma í bælið.Og á móti hefur skrokkurinn verið afskaplega samviksusamur að koma sér hættulega snemma á fætur.
Er ekki vön því að sofa 7-8 tíma á nóttu er vanari því að sofa 4-5 tíma.Og þegar ég ligg svona lengi í bælinu þá er bara allt í fokki stirð frá toppi til táar hahaha.Það er örugglega mjög skondið að sjá mig hökta framm á morgnana,sem betur fer eru kettirnir einu sem sjá það.Og þær kjafta ekki frá vona ég.

En það er alltaf verið að spyrja mig hvernig gengur að pakka og hvernær flytjið þið.Og svarið við því er það gengur frekar hægt að pakka,en þetta er að mjakast.Á stundum góða daga í dugnaði og þá týnist ofaní kassana já og ofaní ruslatunnuna.Er að verða búin að henda miklu bæði húsgögn og allskynns drasl.Eins og ég segi þá er þetta að mjakast.
En hins vegar með fluttninginn sjálfan þá er það að frétta að ég á eftir að redda mér bíl.Og eins og er þá eru ekki fjármunir til í það svo að það er bara pattstaða á því sviði.En læt mig dreyma að Lotto kassin þýðist við mig og gefi mér vinning.Það er nefnilega ansi dýrt að flytja sig á milli landshluta,en þetta skal bara takast.
Og svo á ég eftir að blikka einhverja voðalega spræka og sterka til að hjálpa mér að bera allt þetta drasl mitt.Held að ég og Guðbjartur komumst ekki frá því bara 2.En þetta er allt í vinnslu og okkur hlakkar ógurlega til að byrja nýtt ævintýri.


En jæja ætla að fara að hætta þessu pikki í dag,komin tími á að skella sér með Lóu sinni í íþróttahúsið.Og svo er ferðalag í dag alla leiðina á ísafjörð að horfa á soninn í fótbolta.

Vona að þið eigið öll frábæran sólardag,við hallarbúar ætlum að reyna það allavega.



                               Baddý !!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli