Síður

þriðjudagur, 7. júlí 2015

Fattleysi getur verið slæmt stundum :)

Góðan dag nú skín sólin sem aldrei fyrr og maður minn það er logn.Fuglarnir syngja hver í kapp við annann,mætti halda að það væri söngakeppni hérna úti í trjánum.Hólar vision 2015.


Var svo uppgefin í gær að ég steynsofnaði yfir Jurassic World myndinni uppúr 10,og þar af leiðandi vöknuð uppúr 6 í morgun.Það er nú stundum voðalega ljúft að sofna svona snemma og vakna snemma.Ég er náttúrulega næturdýr í eðli mínu svo að þetta er frekar óeðlilegt fyrir mig.En í þau fáu skipti sem þetta gerist þá er ég að fýla þetta í botn.

Og núna er ég búin að þamba nokkra kaffibolla og fylgjast með heiminum vakna.Og auðvitað skipuleggja daginn ætla að pakka allavega niður í einn kassa í dag.Ætlaði reyndar að gera það í gær líka og daginn á undann því.En einhvern veginn hefur ekkert gerst í þessum málum.Er búinn að vera bara voðalega tussuleg afsakið orðbragðið.Dagurinn í gær var eiginlega sá versti í langann tíma,er greinilega svona seinfatta í  skrokknum.Hann er fyrst að fatta núna að ég hafi verið að bera stór og þung húsgögn á fimmtudag hahaha.En skrokkurinn er ekki bara fattlaus hausinn líka það koma alveg dagar sem ég fatta bara ekki neitt.Humm kanski ekki bara dagar ;) heilu vikurnar mánuðirnir já og árin.

Eitt gott dæmi um fattleysi mitt eru blessaðir kettirnir,þær eru náttúrulega í mission að myrða mig einn góðan veðurdag.Og alltaf er ég svo sein að fatta þessar aðfarir hjá þeim.Alla morgna vefja þær sér ofurfallega um fætur mér og alltaf held ég að þær séu svona voðalega kátar að sjá mig.Svo á kvöldin læða þær sér uppí til mín og þegar ég er alveg að sofna þá er lagst á andlitið á mér.Og ég held að þær vilji bara kúra með mér og stundum á nóttinni þegar maður fer framm að fá sér vatnsglas þá allt í einu poppa þær upp fyrir framan mig.Held þá að þær vilji bara koma framm með mér.En sannleikur er sennilega sá að þegar þær vefja sér um fætur mér þá eru þær að reyna að fella mig,leggjast á andlitið þá ætla þær að kæfa mig og poppa fyrir framan mig á nóttinni þá eru þær að reyna að drepa mig úr hjartaáfalli.Miðað við hvað þær eru duglegar við þetta þá tekst þeim ætlunin einhvern daginn.En ég er svo fjandi fattlaus að það er ekki líklegt að ég fatti það þegar þeim tekst þetta.

Jæja ætla að fara að verjast þær eru farnar að horfa fjarskalega tortryggilega á mig.Ef ekkert heyrist frá mér næstu daga þá hefur missionið tekist hjá kvekendunum.


Eigið góðan sólardag :)



Baddý!!!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli