Síður

miðvikudagur, 1. júlí 2015

Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað. Steinn Steinarr.

Góðan dag fallega fólk,hér er lognið að flýta sér frekar mikið í dag hávaða rok en sólin skín sínu fegursta.



Það er komin langur tími síðan ég bloggaði síðast búin að vera blogg leti í gangi hér.Og bara búið að vera ansi mikið að gera hjá mér,sennilega mest við að gera ekkert.


En núna er það alveg komið á hreint að við mæðginin erum að flytja á mölina.Og er meira að segja búinn að fara eina ferð í bæinn með dót.Svo að núna er höllinn á hvolfi kassar útum allt og ég horfi á þá alla daga og ekkert gerist hahahaha.
Er alveg að ná að tæma skápana í stofunni kommnir nokkrir kassar með dót í.
Verð reyndar að játa að þetta er eiginlega það leiðinlegasta sem ég geri að pakka niður.Og er svo andskoti vanaföst að þetta er alveg að fara með mig hahaha.
Svo þarf að henda svo miklu að það er svakalegt,ætla að reyna að flytja sem minnst með mér.Og auðvitað á ég ekki kerru og Gráni gamli ekki með krók.Þannig að það hefur ekki gengið sérlega vel að henda stóru hlutunum,og ekki næ ég heldur að bera þetta allt ein.Fer fljótlega að panikka með þetta allt,finnst ég voðalega bjargarlaus eitthvað.


En þetta mun allt ganga upp á endanum það gerir það alltaf einhvernveginn.

Svo verð ég að fara að læra það að vera með þetta gigtardrasl,virðist alltaf gleyma því reglulega.Skrokkurinn krassar reglulega og ég bara skil ekki af hverju.En kanski er skýringinn að stundum er ég að gera eitthvað sem ég bara á ekki að vera að gera.Er td núna búinn að vera alveg bakk síðan á sunnudag eftir að hafa aðeins tekið á því á Bíldudals grænum.En verð samt að viðurkenna að það var svo gaman þar að það var þess virði.Þetta gengur til baka með skrokkinn en minningarnar lifa lengi eftir góða helgi.Svo að núna er ég að reyna að prenta inní hausinn á mér að reyna að fara að læra þetta.En er bara þannig að þegar kemur góður dagur með skrokkinn þá rýk ég í að gera allt,nýta góðu dagana hahahaha.En enda svo alltaf með nokkra slæma í staðinn.




Jæja þetta pikk er bara orðið ágætt í dag,ætla að drekka aðeins meira kaffi og klappa kisunum.Og svo pakka niður í nokkra kassa kanski.


Vona að þið eigið  öll frábæran dag í rokinu og sólinni,ég ætla svoo sannarlega að reyna það :)





Baddý :)



Engin ummæli:

Skrifa ummæli