Síður

laugardagur, 18. júlí 2015

USSS hvað var gaman í gær hjá pjakknum :)

Góðan dag nú er runninn upp ofsa fallegur laugardagur,sólin skín og sumarilmur í loftinu.


Við mæðginin brutum upp normið í gær og skelltum okkur á Ísafjörð með Fanney Ingu og krökkunum.Drengirnir voru að fara að spila fótbolta með Ísfirðingunum og mér var boðið með.
Það er alltaf voðalega gaman að koma á Ísafjörð,og auðvitað er toppurinn að fara í gamla bakaríið.Og eins og alltaf þá missti ég mig í að kaupa bakkelsi hahaha drengnum til mikillar gleði.
Keypti allskynns slikkerí og auðvitað eina vínarbrauðslengju mmmm sver að þarna er lang besta vínarbrauð í öllum heiminum.
En auðvitað borða ég svo ekkert af þessu og drengurinn græðir.

En þetta var voðalega skemmtilegt allt saman og auðvitað stendur uppúr hvað var gaman að sjá pjakkinn spila fótbolta.
Og mömmu hjartað ætlaði bókstaflega að springa þegar hann skoraði fyrsta markið fyrir liðið sitt.Það var bara alveg frabært að sjá hvað hann lifnaði allur við og gaf ennþá meira í eftir að tuðran var komin í markið.Og viti menn hann skoraði svo annað mark en auðvitað var ég að horfa eitthvað útí loftið og missti af því.En það skiptir ekki öllu tuðran skall í netið 2 og það er málið.
Og þegar við komum hérna heim seint í gærkveldi þá var mjög hamingjusamur ungur maður sem skreið í bólið sitt.







Og núna er bara stefnan að koma honum í gott lið þegar við flytjum,þetta er hans líf og yndi.

En auðvitað fór skrokkurinn í mótmæli eftir svona ferðalag,átti mína kroppingsbakstund hérna í morgun.Skakklappaðist framm og skildi ekki alveg af hverju ég væri með verki um allann skrokk.En fattaði svo auðvitað ég sat í bíl í gær hahaha.
Svo að það er spurning hvernig dagurinn í dag verði,ætlaði að hafa enn einn rusladaginn.Þar sem gámasvæðið er opið í dag en spurning hversu lífleg ég verð.


En þetta kemur allt í ljós bara drekka meira kaffi og byrja svo.Ætlum að renna í sveitina seinnipartinn allavega.

Eigið frábæran dag það ætlum við að gera.


                            Baddý !!!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli