Síður

mánudagur, 13. júlí 2015

Ertu í fýlu ???

Góðan dag núna heilsar mánudagur engin sól en það er allavega logn.Og kattaskammirnar eru auðvitað í essinu sínu í morðtilraunum.


Já þær eru sko búnar að vera í stuði síðan ég kom fram,svoleiðis búnar að reyna að fella mig og reyna að gefa mér hjartaáfall.Þær sáu að ég var ekki alveg nægilega vel vöknuð og ákváðu að skella sér í morðleikinn sinn.
Þegar ég skakklappaðist fram þá sá ég ekki hálfa sjón og hökti hérna eins og kroppinbakur á þriðja Wisky glasi.Auðvitað sáu þær það og nýttu sér það vel,það var svoleiðis vafið sér um fæturnar og hlaupið í veg fyrir mann.En það vill til að ég er farin að kunna á þetta,dreif mig í að gefa þeim mat þá gleymdu þær sér og ég náði að skjóta mér inní stofu í skjól úfff.

Og núna er ég búin að sitja hér í dágóðan tíma skjálfandi á beinunum og dauðlangar í kaffi.Ætla að hætta mér framm og láta buna í eins og einn kaffi,vona innilega að það takist ef ekki þá verður þetta blogg ekki lengra......................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................vúhú þetta tókst,þær voru svo upptekknar að fylgjast með smá fuglunum útí garði.Hafa verið að velja sér næstu fórnarlömb eflaust.


En þegar maður situr svona einn með sjálfum sér þá fer maður stundum að hugsa um lífið og tilveruna.Veit reyndar að það klæðir mig skelfilega illa að hugsa,en what the hell er ein heima það sér enginn hugsunar svipin á mér.
Er að pæla í því hversvegna svona margir eru í fýlu við mig,sko skal útskýra þetta.


Er t,d búin svoleiðis að dekstra við þennann blessaða skrokk minn í meira en ár.Gefa honum voðalega hollt að borða þá meina ég nánast allt glúten og sykur farin og nánast aldrei nammi.Bara ávextir grænmeti og allskynns hollustu kjaftæði.Reyni að hreyfa hann á hverjum degi mismikið samt stundum kanski of lítið og stundum of mikið.Ét allskynns töfludrasl lýsi vítamín og ég veit ekki hvað og hvað,stundum fullt af bólgueyðandi töflum verkjatöflum.En samt er hann bara í fýlu og er í öskrandi fýlu í dag,vill ekki virka á nokkurn hátt skil þetta ekki.

Svo er það Lotto kassinn hann er líka í fýlu við mig,kaupi og kaupi lotto miða og aldrei sé ég vinning.Mætti halda að ég hafi gert þessum fjandans kassa eitthvað hræðilegt.

Já og svo er það blessuð banka bókin mín alltaf fúl og illilega tóm þegar lýður á mánuðinn helvísk.

Held bara að lífið sé í fýlu við mig þessi misserinn svei mér þá.Ef ég ákveð eitthvað þá bara einhvern veginn gengur það voðalega sjaldan upp.Svo að lífið hlýtur bara líka að vera fúlt við mig getur ekki annað verið.Svo ég tali svo ekki um allar manneskjurnar sem að ég held að séu í fýlu wow.Það er svo ansi langur listi að ég nenni nú ekki að pikka það allt inn.Og allt þetta veldur mér smá verk í hjartanu þoli nefnilega illa ef ég veit að það sé einhver í fýlu við mig.
En ég ætla að reyna að blíðka skrokkinn lífið og bankabókina og athuga hvort það sé eitthvað hægt að draga úr fýlunni þar.Já og auðvitað blessaðann Lotto kassann má ekki gleyma því.
Svo ef þú ert í fýlu við mig þá verðuru bara að bíða smá þetta er langt og erfitt verk hjá mér með skrokkinn lífið og Lotto kassann.
Eða bara hættu að vera í fýlu :) það er svo fjandi leiðinlegt,bara gerir mann geðvondann.



En jæja ætla að hætta þessu blessaða bulli í dag,vona að þið eigið fýlulausan og skemmtilegann dag.Ég ætla að reyna það allavega en hver veit ;)




                              Baddý!!!!!!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli