Og þar sem það er laugardagur þá ákvað ég að sofa feitt út,er ein heima og ekkert planað fyrir daginn.En herra minn var glaðvöknuð klukkann 8 í morgun,og alveg sama hvað ég reyndi að velta mér framm og til baka þá gat ég ekki sofnað aftur.Ætlaði sko að sofa allavega til hádegis hahahaha.En kroppurinn er ekki alveg sammála þessari vittleysu hjá mér að sofa,kommnir verkir um allann skrokk og þá er ekki gott að liggja.
Mig grunar sterklega að það sé komin uppreisn í kroppinn,hef kanski misboðið honum síðustu daga.Kanski bara en það er bara þannig að þegar koma góðir dagar,þá vill maður gera allt.Sprikla lyfta synda labba og ég veit ekki hvað og hvað.Átti svo skemmtilegann dag í gær fór í ræktina um 8 í gærmorgun labbaði á brettum hljóp og lyfti bara geggjað.
Og svo eftir hádegið fór ég uppí dal að labba í góða veðrinu,og missti mig í að týna blóðberg og birkilauf.Var bara hrikalega spræk og meira að segja tók ég til hérna smá.
Svo sauð ég mér blóðbergste vá hvað mér finnst það alltaf jafn gott,gerði þetta oft þegar ég var krakki.Og prufaði meira að segja að sjóða birkilaufin í te,og það smakkaðist bara ágætlega.Las að birki er mjög gott við gigt og núna verður bara birkite alla daga.Vil nefnilega að allir dagar verði eins og gærdagurinn var,það var geggjað að geta hreyft sig og gert hvað sem er án þess að vera með verki útum allt.En er reyndar að finna fyrir þessu vel í dag hahaha,lýður eins og ég hafi verið lamin með stórum bjálka frá hálsi og niður í tær.En fokkit þetta var góður dagur í gær verð bara að læra þetta aðeins betur.Gera kanski aðeins minna á góðu dögunum,en þar sem ég er þrjóskur andskoti þá er það kanski lítin von.
Gamla læðan skilaði sér svo heim í gær,mætti hérna og heimtaði bara sinn mat og sitt klapp.Og auðvitað lét ég það allt eftir henni og núna fylgir hún mér eins og skugginn um allt hús.En þessi gráa er allavega hætt að ganga um húsið grátandi mamma hennar er komin heim.
En núna ætla ég að reyna að koma mér af stað í að gera kanski eitthvað.Ætla allavega að drekka nokkrar könnur af kaffi í viðbót og kanski bara leika mér eitthvað.Drengurinn á Sauðarkróki á fótboltamóti og kemur seint í kvöld heim.Svo að ég verð að hafa ofan af fyrir mér í dag.
Vona að þið eigið öll frábæran laugardag ég ætla allavega að reyna það.
Baddý !!







Engin ummæli:
Skrifa ummæli