Síður

mánudagur, 6. júlí 2015

Sólin mun koma upp einhvern daginn :)

Góðan daginn allir sem einn,sit hérna eins og alla morgna og reyni að koma mér í gang.Lognið er að flýta sér hérna einu sinni enn það mætti halda að það sé að missa af einhverju svo mikið er það að flýta sér í dag.


En gærdagurinn var mjög flottur glimrandi sól já og rokið hélt smá í sér.Ákvað að taka bara leti leti dag í gær,var bara að dúlla mér og gera í rauninni ekkert.Tók meira að segja upp prjónana en hef ekki getað mikið prjónað síðustu vikur.Blessaðir fingurnir búnir að vera í smávægiegu verkfalli.En er búinn að bryðja bólgueyðandi í rúma viku og í gær virkaði bæði fætur og hendur.Og auðvitað missti ég mig í gleðinni og prjónaði eins og vindurinn og tók alveg klukutíma göngutúr.Og viti menn ég fékk það í hausinn í dag hhahahaha.Ligg hérna vælandi og hökti um eins og gömul díselvél sem er keyrð á skítugri olíu brumm brumm.



Er svo fjandi vittlaus ef ég á góðan dag þá missi ég mig og fer að gera allt sem ég hef kanski ekki getað lengi.Og svo geri ég alltaf meira og meira og meira.Og næstu 2 dagar fara í að vera full af verkjum og leiðindum aaaarrggg.En vonandi fer ég nú bara að þroskast og hætta að missa mig svona veit að það er nokkuð hæpið en kommon maður getur látið sig dreyma ekki satt hahaha.



Og núna er klukkann farin að tifa hérna í höllinni,á eftir að klára að pakka stórum hluta af draslinu okkar.Og svo er það hausverkurinn að finna ódýran fluttningsmáta,maður minn það er sko hrikalega dýrt dæmi.En þetta eru voðalega spennandi tímar frammundann hjá okkur,erum orðinn ansi spennt og vonandi fer þetta alveg að takast hjá okkur.
En auðvitað er maður með stóran hnút í maganum líka,svona vanafastur hobbiti eins og ég er er skelfingu lostinn yfir þessum breytingum.En svo er það vittleysingurinn í mér sem er iðandi af spennu yfir þessu öllu saman.Verst finnst mér að kisurnar geta ekki fengið að koma með,svo að núna er það svolítið sem ég þarf að ákveða hvað skal gert við þær greyin.En er voðalega laginn að hugsa bara ekkert um það eins og er.


En vonandi verða komandi tímar fullir af allskynns nýjum og skemmtilegum hlutum.Og maður hætti að vera áhorfandi af lífinu og gerist bara þátttakandi á fullri ferð.Og þá er ég að meina að ég fari að geta stundað einhverja vinnu og ekki bara vera heima og væla yfir verkjum hahahaha.

Núna ætla ég td að fara að hætta þessu pikki og fá mér allavega 1 kaffibolla enn.Já og kanski henda einhverju dóti í 1-2 kassa .




Vona að þið eigið öll frábæran dag þótt skýjað sé hjá mörgum,en munum það að sólin kemur alltaf upp um síðir.


Baddý bjartsýna :)



Engin ummæli:

Skrifa ummæli