Síður

föstudagur, 10. júlí 2015

Dagdraumar og stjörnuspá :)

Það er kominn föstudagur gott fólk,sólin er að reyna að heiðra okkur með nærveru sinni.Ég vona að henni takist það í dag,vil sól og meiri sól.

Ennþá gengur allt voðalega hægt hérna hjá okkur í pökkunn,en veit að það á eftir að koma.Ætlaði að vera svo svakalega aktíf í þessu í gær.En naut bara dagsins fékk fullt af gestum í kaffi og tók langt labb bara í góða veðrinu.


Og svo var ég auðvitað alveg búinn á því uppúr 10 í gærkveldi,rétt náði að hanga vakandi yfir Glæpahneigð á RÚV.Enda var ég komin á fætur uppúr 6 í morgun.Og núna er ég bara að slæpast og bíða eftir að kroppurinn vakni almennilega,ætla að skella mér í íþróttahúsið og sprikla eitthvað smá á eftir.

En kosturinn við að vakna svona agalega snemma í dag er sá að ég er búinn að henda þvottinum út á snúrur sem er eins gott.Þar sem drengurinn er að fara á eftir í ferðalag og fara að spila fótbolta yfir helgina.Og það er bara vonandi að mömmunni leiðist það mikið að hún fari að gera eitthvað hérna.

Gamla kisa er ekki ennþá búinn að skila sér heim,svo að þessi gráa er alveg hrikalega einmanna hérna og væli og vælir.Og ekki bætir það að hún er byrjuð að breima,er alltaf svo gleymin með að gefa þeim pilluna fuck.Vona að gamla skili sér fljótt svo að það fari nú ekki að koma kettlinga vandi hér.


En var að vafra á netinu í gær eins og alla aðra daga,og fann stjörnuspánna mína (nautið).Og samkvæmt henni er ég að verða voðalega rík fara í ferðalag og mun hitta hinn eina sanna draumaprins.Varð auðvitað voðalega spennt að lesa þetta og fór að láta mig dagdreyma að sjálfsögðu.
En mundi svo að spáin mín var voðalega svipuð fyrir síðasta mánuð,humm ætli það geti verið að það sé bara ekkert að marka þessar stjörnuspár.Er allavega ekki orðin rík sé engin ferðalög í kortinu og með draumaprinsinn?????

Svo að ég er að spá í að taka ekki svo mikið mark á þessu,afpanta Benedorm ferðina kanski sem ég bókaði í dagdrauma ástandinu í gær,herða sultarólina enginn lotto vinningur í húsi og já í sambandi við draumaprinsinn??? 

Held að þessi mánuður verði bara eins og hinir bara þetta sama og sama.

En jæja ætli það sé ekki komin tími á að hætta þessu pikki,skella í sig meira kaffi og þykjast fara að gera eitthvað hérna bara uppá grínið.

Vona svo sannarlega að þið eigið frábæran dag og að allir draumar rætist.


Baddý !!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli