Síður

miðvikudagur, 15. júlí 2015

Ertu enn í fýlu ???

Góðan dag sit hérna með stýrurnar í augunum vel mygluð og sæt,búin að dást að útsýninu með kaffi bollann.Fuglasöngur fyllir fjörðinn og voðalega fallegt veður.

Er voðalega þreytt eitthvað í dag vá,en búin að sofa alveg 7 tíma held ég,ef ekki meira.En næ ekki þessum þreytupúka úr mér með nokkru móti.Gerði eiginlega ekkert í gær samt,nema við Lóa skelltum okkur í sund í gær morgun.Vorum eins og fegurstu svanir á vatni,þegar við busluðum í lauginni í gær morgun.


Held að lífið sé bara ennþá í fýlu við mig já og allt hitt líka.Hef bara ekki þolinmæði í þetta allt sko.
Vil fara að vakna á hverjum morgni án þess að vera eins og kroppinbakur á 4 wiský glasi,og vil geta gert eitthva ð yfir daginn án þess að hafa áhyggjur að ég þurfi að leggjast í bælið daginn eftir.Svo nú segi ég bara 1 2 og 3 og lýsi þessu öllu saman stríð á hendur og ég ætla að standa sem sigurvegari.

Ekki sem kroppinbakur heldur Esmeralda,já hver veit kanski gengur þetta upp.Með mikilli herkænsku og þessari blessaðri þolinmæði sem allir eru að tala um.

En jæja núna ætla ég að hætta þessu bulli þamba aðeins meira kaffi og fara að gera mig klára að fara að sprikla með henni Lóu.


Vona að þið eigið frábærann dag,það ætla ég að gera allavega.


                         Baddý 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli