Síður

laugardagur, 25. júlí 2015

Þroskamerki???

 Góðan dag upp er runninn laugardagur og veröldin er að vakna til lífsins hérna í firðinum.

Og það er laugardagsmorgun og ég komin á fætur klukkann 7 jæækkss.Þetta er eitthvað öfugsnúið verð ég að segja er ein heima og ætti að vera einhversstaðar liggjandi dauð af brennivínsdauða.Húsið ætti að vera í rúst eftir partý en nei var sofnuð fyrir miðnætti og auðvitað þá vaknaði ég fyrir allar aldir.Þroskamerki???
Nei held ekki hahaha var bara eitthvað hrikalega búin á því eftir gærdaginn.


Held að ég sé orðin bara voðalega þreytt alla daga núna,tilhugsunin að eiga eftir að klára að setja restina af draslinu í kassa og redda þessu öllu suður.
Er komin með ógeð bara ef ég sé kassa hahahaha.Og svo á ég eftir að þrífa alla höllina hún verður alveg tæmd úff og bara fáeinir dagar til stefnu.


En svo vill þessi skrokkur ekki alveg taka þátt í þessu af fullri alvöru,hann passar sig að krassa svona einu sinni á dag.Næ alltaf að gera smotterý og svo BAMM orkan á þrotum.Helvítis vesen bara.


Hef ekki enn fundið neinn sem er tilbúinn að taka við kisunum okkar,það skelfir mig líka hrikalega.Er ekki alveg tilbúin að senda þær í draumalandið.En lifi í voninni að það reddist.

En jæja ætla að fara að hella í mig meira kaffi og gera eitthvað.
Eigið frábæran laugardag.


                               Baddý!!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli