Góðan dag nú er runninn upp mánudagur sólin skín fuglar syngja og flugurnar suða eins og enginn sé morgunndagurinn.
Ég vaknaði alltof seint núna í morgun,enda fórum við seint að sofa.Drengurinn kom heim í gærkveldi úr fótbolta ferðinni sinni og hafði frá svo ansi miklu að segja.Þetta var greinilega alveg frábært hjá honum í alla staði,og kominn með fullt af skemmtilegum minningum í minningarbankann.
Ætla að leyfa honum að lúra smá frammeftir,hann er alveg útkeyrður eftir þessa 5 daga.
En svo verður honum pískað áfram í dag við að pakka og bera hahaha.
Í dag fer sófasettið vonandi í ruslið,búin að redda mér bíl svo að það er vonandi að við náum að drusla því út.Þá er ég búin að henda síðasta húsgagninu vonandi.
Náði að pakka slatta í gær og tæma alla neðri skápa í eldhúsinu og þrífa þá ofninn líka.Og öll fötin okkar kominn í kassa og töskur,og líka stór hluti farin í rauða krossinn.Svo er bara vonandi að ég fái aðstoð í kvöld til að henda niður því sem eftir er af húsgögnum hérna inni.Þá er hægt að fara í það að þrífa elsku höllina.
En það er smá problem vaknaði í morgun og höndin á mér stokkbólgin og get ekki hreyft þumalinn.Hreinleg skil ekki af hverju ég er svona,get sama sem ekkert hreyft hendina.Var aðeins farinn að finna verki í hendinni í gær en svo þegar ég vaknaði áðann búmm.En það vill til að ég er ekki að fara að reyna einhver fínverk í dag bara bera drasl.Vona að kvekendið lagist þegar lýður á daginn.
Og núna er maður bara að reyna að finna út hvernig næstu dagar verða hjá okkur.Næ ekki að koma búslóðinni suður fyrir helgi og er ekki ennþá komin með stað fyrir kisulórurnar mínar.Og það er verst af öllu að vita ekki hvað ég get gert með þær greyin.
Eina sem er víst að ég ætla og verð að vera búin að tæma og þrífa ekki seinna en á föstudag.Svo er bara spurning hvar við endum eftir það,þetta verður svona óvissuferð hahaha.
Veit allavega að það kemst ekki svo mikið í hann Grána litla af drasli,svo að þetta er allt voðalega laust í loftinu eins og er.En þetta reddast allt fyrir rest það veit ég.
Jæja ætla að fara að drekka ennþá meira kaffi og vona að skrokkurinn lifni aðeins betur við.
Vona að þið eigið góðan mánudag öll.
Baddý!!!!!!!!!!!







Engin ummæli:
Skrifa ummæli