Jæja upp er runninn enn einn nýr dagur,fullur af sól fuglasöng og nýjum fyrirheitum.
Ég var að skríða frammúr frekar seint í dag,og það má eiginega segja að ég bókstaflega skreið.Skrokkurinn var að fatta fyrst núna í morgun að ég var að burðast með kassa og drasl í fyrradag.
Hélt að ég væri bara að vera komin yfir svona krass í skrokknum hahaha.Var nefnilega alveg ágæt í gær svona miðað við að ég var að burðast með drasl.En þetta klikkaði einu sinni enn allt fast í skrokknum.
En hann verður bara að vakna og koma sér í hreyfigetu eki seinna en strax.
Það er sko rusladagur í dag og verð að nýta hann kominn með nokkra kassa af rusli.Klukkann tikkar sko hef um viku að klára þetta svo spýta í lófana og áfram skal haldið.
Drengurinn fór suður í gær að spila á Rey Cup,og verður þar framm á sunnudag.Og hann var ekkert smá spenntur að fara,ef það heitir fótbolti þá elskar hann það.
Þetta verður örugglega algjört ævintýri hjá honum,skilst að það sé svaka prógramm alla daga fyrir þá.
En jæja ætla að hætta þessu blessaða bulli skella í mig kaffi og fara að byrja á einhverju svo ég fari að sjá fyrir endann á þessu öllu.
Eigið góðan dag!!!!
Baddý !!!!




Engin ummæli:
Skrifa ummæli