Síður

fimmtudagur, 9. júlí 2015

Þolinmæði er dyggð heyrði ég einhversstaðar

Góðan dag upp er runninn fimmtudagur og 9 júl að banka upp,milt veður og skýjað og fuglarnir syngjandi kátir.

Það var eitthvað frekar erfitt að vakna í morgun,komin á þriðja kaffibollann.Og varla farin að geta opnað augun eiginlega bara svona smá rifa bara kominn.Kanski er þetta vegna sólarleysis er orðin háð því að sitja í sólinni og drekka fyrsta bollann baðandi í sólinni.En það vantar ekki að gráa kisan er vel vöknuð og búinn að vefja sig nokkrum sinnum um fæturnar á mér.Er alveg óð núna vill sitt blautfóður á diskinn og ég á það ekki til,og ég fæ að finna fyrir því að vera slæmur eigandi af hennar hálfu.En gamla læðan er enn einu sinni búin að láta sig hverfa og komin dagur 3 sem hún hefur ekki sést.Vona að daman fari nú að skila sér heim fljótlega ansans óþekkt í henni svona á gamals aldri.


En það er nú fátt búið að gerast hérna í Höllinni í sambandi við að pakka niður.Búin að dútla í að setja í fáeina kassa á síðustu dögum,hef mig ekki í þetta einhvernveginn.Veit nefnilega ekki hvernig ég á að koma búslóðinni í bæinn,svo að ég bara horfi á draslið.Er eiginlega bara að gefast upp þessa stundina á þessu,veit alveg að ég á sko ekki fyrir fluttninga bíl.Horfi á hann Grána hérna í stæðinu og veit að ef ég myndi flytja á honum það myndi nú ekki virka.Hann er með minna skott en Suzsuki Swift og það eina sem kæmist í hann væru allir þessir kassar.Þyrftum þá að hafa góða húsgagna brennu bara áður en við færum hahah.
En þetta er bara svona vonleysistal í dag,finn örugglega eitthvað útur þessu fyrir rest.

Svo byrjaði ég loksins í íþróttahúsinu í vikunni,það er ansi gaman.Byrjaði að synda hef nú ekki gert það í fjölmörg ár,enda var þetta eins og það væri búrhvalur að busla í grynningum þegar ég var að svamla þarna.Með blæstri og tilheyrandi sannkallaður Moby Dick hahah.
Vona svo innilega að þetta virki á kroppinn og hann fari nú að koma til,hætti að smella í öllum liðum og þessir hvimleiðu verkir fari.Maður má láta sig dreyma allavega það gerir ekki neitt.
En mér til mikillar gleði þá sá ég að vigtin var búin að lækka um aðeins meira en kíló eftir vikuna,svo að það er eitthvað að mjakast í lýsis bræðslunni allavega.

En þolinmæði er dyggð,þarf bara að læra það aðeins betur.Var víst ekki gefið mikið af henni í vöggugjöf.

En ætla að láta þetta  bull mitt duga í dag,fara að drekka meira kaffi og æfa búrhvalstökin meira.
Vona að þið eigið öll góðan dag kæru vinir,munum það bara að vera góð hvert við annað.Og nýta hvern dag sem við eigum sem best maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í brjósti sér.

Ætla að setja hérna ljóðið hans Gísla finnst það eiga við þessa síðustu daga.
Bæn
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.

Gísli frá Uppsölum


              Baddý!




Engin ummæli:

Skrifa ummæli