Síður

þriðjudagur, 21. júlí 2015

Þetta lullast

Góðan dag hér er sólarlaust en voðalega fallegt og milt veður og fuglarnir syngja eins og enginn sé morgunndagurinn.


Jæja 21 júl komin og ég farin að panikka smávegis hahaha.
Ætlaði sko að vera flutt fyrir þennann tíma,en eins og alltaf þá klikkar alltaf eitthvað.
En það þýðir víst ekkert að velta sér of mikið uppúr þessu,þótt ég vissulega geri það.
En verð bara að bíta á jaxlin og halda áfram,náði að pakka heilmiklu niður í gær og kassarnir orðnir hættulega margir.
Svo að eina sem er eftir að pakka er eldhús þvottahús og svo herbergið hjá prinsinum.Úff fæ bara ógleði og svitakast þegar ég hugsa um að pakka úr eldhúsinu.Á frekar mikið af eldhúsdóti og er það allt mjög mikilvægt drasl.En þetta skal í kassa í dag.Held bara eftir því allra nauðsinlegasta,og auðvitað verður kaffikönnunni ekki pakkað niður fyrr en dagin sem ég fer út.
Svo förum við að dunda okkur í því að bera allt í bílskúrin á næstu dögum.Það fer örugglega 2--3 dagar í að þrífa höllina.

En varð einstaklega seinheppinn í gær fékk þetta massa mígrenikast.Lá bara skotin hérna í nokkra klukkutíma missti sjón ógleði og læti.Fæ sjaldan svona slæmt var bryðjandi verkjalyf eins og smartís hérna í gær.En sem betur fer minnkaði þetta þegar leið á daginn,annars hefði nú ekkert gerst í pökkun í gær.
En það versta við að fá svona þá er maður með seiðing og höfuðverk næstu daga.En ætla að bryðja meiri verkjatöflur og halda verkinu áfram í dag tralllalllla.

Jæja ætla að fara að þamba lítillega meira af kaffinu góða og fara svo að þykjast gera eitthvað af viti hérna.
Vona að þið eigið góðan dag,ég ætla að reyna það allavega.



                                       Baddý !!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli