Síður

laugardagur, 8. nóvember 2014

Svona laugardags rugla :)

Góðan laugardag það er afskaplega kalt og milt veður núna.Enginn snjór kominn ennþá er eiginlega farið að langa að fá smá hvíta föl,það birtir svo upp myrkrið á kvöldin.

En svo þegar fer svo að snjóa þá röflar maður yfir því að það sé snjór,já það er aldrei hægt að gera okkur kjellingunum til geðs.
Er ekki að segja samt að ég vilji ófærðar snjó sko bara svona smá hvítt hahaha.

Eins og ég sagði þá er aldrei hægt að gera manni til geðs,eða þannig sko.Var búinn að ákveða löngu um daginn að fara í heimsókn norður á Blönduós já og búinn að fá far.En svo þurfti á sem ég átti farið með að vera á sjó núna um helgina,þannig að þetta datt bara um sjálft sig.
Og þar sem ég var búinn að ákveða að fara norður þá var ég ekkert að pæla í að fara á árshátíð sem er í kvöld.En núna dauðlangar mig náttúrulega á hana en á ekki miða já og reyndar ekki fjármuni til að borga fyrir miðann.Ég ætlaði svo að eyða helginni í rómó baði en gafst upp eftir smá tíma,var orðinn eins og sveskja jakk.Eins og ég segi það er aldrei hægt að gera mér til hæfis aldrei.

Svo að í dag mun ég eyða deginum í að hugsa um hvað verður gamann hjá öllum nema mér í kvöld.Mun ganga hérna um höllinna tuðandi og röflandi verður gaman fyrir drenginn og kettina,en ætla að reyna að tuða bara niður í bringuna frekar lágt.Kanski ég ryksjúgi bara höllinna og verð lengi að því þá heyrist tuðið ekki eins vel.

En er allavega vel útsofinn það er nú svakalegt hvað ég get sofið annað slagið.Yfirleitt er ég bara að sofa mest 4-5 tíma á nóttu en maður minn svaf rúma 10 tíma í nótt.Og það var ekki sérlega gott fyrir liðamótinn þau voru frekar föst í morgun en geðheilsann sennilega aðeins skárri eftir allann þennann svefn.
Svo að það er vinnvinn fyrir drenginn og kettina í dag aðeins minni geðvonska í kjellu.

Nú ætla ég að hætta að röfla og fara að byrja að ganga um húsið tuðandi allaveg eitthvað smá.Eigið öll frábærann laugadag og góða skemmtun þið þarna sem eruð að fara á árshátíð í kvöld :)


Ég var barinn til drykkju og blóta
og bræður mínir líka.
Og blóð mitt rann um foldir til fljóta
feigt er aðra að svíkja.

Og ást sem barst úr bernsku löndum
brann við heima leitin.
En tárin mín í bandingja böndum
voru bæn og gömlu heitin.

En ég átti fagra felustaði
í földum skógarlundum.
Leiðin þangað er vond á vaði
varla fær - nema stundum.


Baddý !!!!!!!!!!


2 ummæli:

  1. Hugsaðu þér hvað þú verður heppin á morgun - engin þynnka ;-)

    SvaraEyða
    Svör
    1. já það var ekki slæmt að vakna í morgun með heilan haus og engann þynnkumórall ;)

      Eyða