Síður

föstudagur, 28. nóvember 2014

Leiðindar leti jóla faggi er ég

Upp er runninn föstudagur skítaveður og eitthvað voðalega dimmt og drungalegt úti.

Drengurinn dottinn í nokkra daga frí í skólanum,og það má segja að hann er afskaplega sáttur með það.Já og ég líka :) var hrikalega löt í morgun og bara svaf.
Eini morguninn sem ég hef sofið alla vikuna og auðvitað eini morguninn í vikunni þar sem ég þurfti að mæta einhversstaðar.En vaknaði sem betur fer uppúr 10 í morgun.Þurfti að mæta hjá henni Kollu kátu krullu um 11,og núna er ég kominn með killer fínar augnabrúnir eftir hana.Hún er bara snillingur þessi elska,en vá hvað þetta er ekki þægilegt.Vax ái en eins og skáldið sagði bjútí is pain,og maður lætur sig hafa þetta maður vill auðvitað vera gordjöss.


En er enn að bíða eftir að jólafagginn lifni við í mér,og það gerist bara ekkert á því sviði.Horfi á blessaða gluggana og þeir eru enn skítugir og ljósalausir.En vona að blessaður faggin fari að vakna þetta bara gengur ekki lengur,vesalings Höllinn dimm og drungaleg og öll hin húsin í kring kominn með jólaljósin sín og voðalega sæt og fín.Veslings húsið mitt að eiga svona leiðinlegan ábúanda.

Svo förum við mæðginin í sveitina í fyrramálið að reyna að aðstoða bændurnar þar.Koma litlu kindunum á hús fyrir jólin,kanski kviknar í jólafagganum við að komast í fallegu sveitina vonandi.

Jæja ætla að fara að böglast við að gera allt sem ég ætlaði að gera í dag.Örugglega eitthvað letilegt ef ég þekki mig rétt ;)

Vona að þið eigið öll frábæran dag ég ætla svo sannarlega að reyna það.


Bros okkur sýnir að hjartað er heima,
hlæðu og láttu þig stressinu gleyma,
lifðu í gleði og lát þig svo dreyma,
lystisemdir sem órofa blað
og hamingju nýturðu á hverjum stað.




Baddý Jólafaggi!!!!!!!!!!




Engin ummæli:

Skrifa ummæli