Síður

fimmtudagur, 13. nóvember 2014

Rigning er,og dimmir dagar kvelja

Jæja þá er bara skollinn á fimmtudagur einu sinni enn.Og veður guðirnir eru í stuði rok og rigning.


Og þau undur og stórmerki gerðust í gærkveldi,ég fór snemma að sofa.Eða köllum það snemma miðað við mig,og það var bara rétt eftir miðnættið.Þetta kemur nú ekki oft fyrir hjá mér að sofna svona snemma.Og auðvitað þá svaf ég í 9 tíma og þar af leiðandi sváfum við yfir okkur í skólan.Og þetta var eins og alltaf hlupum um hérna eins og hauslausar hænur dettandi um vælandi ketti.Bara skelfing og ekkert annað þoli ekki þegar þetta gerist.
Og svo svona til að bæta þetta allt að þegar við komum niður í bíl,þá var rusl um allt bílastæðið og tunnann fokinn útá götu.Svo að það varð að fara að týna rusl upp hérna í kring.
Verð eiginlega að segja að þetta er ekki góð byrjun á deginum,og var ekki einu sinni búinn að fá kaffið mitt.


En annars er nú lítið búið að gerast hérna í höllinni,hef ekki orðið vör við músarskrímslið aftur.Kettirnir eru ennþá í stofufangelsi og það er gjörsamlega að gera þær brjálaðar.En ætla að bjóða þeim út á eftir,en það verður enginn gluggi opinn fyrir þær í dag.


Svo að nú horfi ég bara útum gluggana hérna sötra kaffi,og blóta köttunum og þessu andstyggðar veðri.En þegar ég verð búinn að ná því úr mér þá held ég að ég reyni smá prjón,þetta prjónar sig víst ekki sjálft eða hvað?

Vona að þið hafið það undursamlega gott í dag þótt það rigni og blási,ég ætla allavega að reyna það.


Rigningin fellur og fyllir mína sál
fölleitir dropar vökva mínar brár.
Sólskinið, sig felur bakvið ský
en kannski sólin skíni fyrir mig – á ný.

Síðan þú fórst þá skýin hrannast að
og sorg mín hefur sér fundið samastað.
Drungi mig dettur á sem regn,
dagur hver er mér – enn um megn.

Á ég von að komir þú í drauminn minn,
eða þarf ég að bíða enn um sinn ?
Drunginn sem, að deyfði mína sál
dvínar skjótt, nú ólgar vonarbál.

Rigning er, og dimmir dagar kvelja
Rigning er, hvað á ég um að velja ?
Hvenær skín, sól, inn um
sálarglugga minn ?
Hvenær skín hún sól - inn um sálarglugga minn ?






Baddý !!!!!!!!!!!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli