Og eins og svo marga aðra morgna sit ég hérna og horfi á doktor phil,ég veit ekki sérlega uppbyggjandi.En get fátt annað gert flesta morgna núna,hendur og fætur stirðir og get ekki byrjað á neinu af viti fyrr en liðirnir vakna almennilega.Og auðvitað eru drukknir nokkrir kaffibollar í leiðinni,og ég hugsa mjög mikið um hvað ég ætla að gera á hverjum degi.En þar sem ég er illa haldinn af einbeitningarskorti þá endar það alltaf á að gera eitthvað allt annað en ég var búinn að plana.
Ætla td í dag að byrja að þrífa höllina eða allavega taka smá til,en skal veðja að ég fer að gera eitthvað allt annað.Svo að það er kanski bara spurning að ákveða að þrífa ekki neitt í dag.
En svo sit ég líka oft hérna og er að hugsa,og í morgun var ég að hugsa.Já ég get stundum hugsað ;)eða smá allavega,og það eru kanski ekki voðalega merkilegar hugsanir.
En það sem ég var að hugsa í morgun þegar ég hökti hérna um húsið,að ég ætlaði aldrei að enda á þessum stað í lífinu sem ég er í dag.Þegar ég var unglingur dreymdi mig um að verða leikkona og ætlaði sko ekki að enda sem heimavinnandi húsmóðir.Og svo dreymdi mig um að verða vel stæð,að ég ætti skít nóg af peningum og ætlaði að ferðast um allann heim.Svo ætlaði ég auðvitað að verða 1,80 cm og bara 50 kg.
En svo er nú staðreyndinn önnur í dag ekki satt.Er heimavinnandi eins og er,ekki orðinn fræg enn,engnir peningar já og ekki kominn uppí mannlega hæð ennþá og enn langt í land í þessi 50 kg.Er sem sagt bara lítill fátækur hobbiti með morðóða ketti.
En er samt alls ekki að segja að ég sé þvílíkt ósátt með hvernig lífið hefur farið.Langt í frá hef það bara fínt þótt ég sé lítil þétt og fátæk .Ég á frábæra krakka og hef það bara ágætt svo sem í dag,en samt gamann að pæla í því hverjir voru draumarnir í denn.
Jæja svona er nú bullið í mér í dag,held að ég verði að fara að finna mér eitthvað að gera svei mér þá.Læt þetta duga í bili vona að þið eigið frábærann föstudag ég ætla svo sannarlega að gera það
Draumar
| Draumar fæðast til að gefa þér von; tli að kenna þér að lifa, til að kenna þér að elska. Draumar fæðast til að kenna hjarta þínu að syngja, dansa. En flesir draumar ljúga, Hvert einasta blóm og hver einasti sólargeisli er hylling. Og þú gengur um á brostnum draumum. |
Haltu fast í Drauminn þinn. Hann gæti alltaf ræst.. |
Baddý draumadolla !!!!!!!!







Engin ummæli:
Skrifa ummæli