Síður

mánudagur, 24. nóvember 2014

Mömmu snúðurinn á afmæli í dag gleði gleði

Upp er runninn þriðjudagurinn 25 Nóvember,og á mínu heimili er hátíð í dag.


Já síðustu 14 árin hefur þetta verið gleðidagur,einkasonurinn á afmæli og alveg að fara að verða fullorðinn.Tíminn flýgur vissulega alltof hratt,finnst það bara hafa gerst í gær að hann fæddist.Hann átti að fæðast 24 Nóv en kom klukkutíma of seint sem sagt klukkann 1 að nóttu þann 25.Og vissulega koma hann með miklum hvelli fór uppá sjúkrahús korter yfir 12 og 45 mínútum seinna var drengurinn kominn í heiminn,pínkulítill og blár.
Gleymi aldrei undruninni í Felix þegar hann sagði vá Baddý þetta er strákur hahaha,vorum nefnilega alveg viss að það væri bara að koma 3 stelpann.Og þessa nótt sváfum við hvorugt mæðginin lágum bara og horfðum á hvort annað,ég að dást að þessum litla hnoðra og hann eflaust að pæla jeminn í hvað er ég kominn.




Hann reyndar svaf ekkert fyrstu 3 árin,og var mjög hresst ungabarn held svei mér þá eitt það erfiðasta sem ég veit um.Byrjaði að labba aðeins 10 mánaða,eða má eiginlega segja byrjaði að hlaupa.Og það urðu mörg götin á hausinn á þessum tíma,hann var einkar seinheppið lítið barn.Tók uppá því 4 ára gamall að detta í sjóðandi heitt bað,og það var þyrluferð í bæinn.Og gjörgæsla í nokkra daga þar sem hann brenndi 32 % af líkamanum,6 mánuðum seinna handleggbrot og sjúkraflug.Og það tók um hálft ár að lagast varð að brjóta upp hendina og setja pinna.





Þannig að það er eiginlega ekki með orðum aukið að hann var sérlega seinheppinn.En svo er þessi elska búinn að stækka og róast,eftir 5 ára aldurinn hefur maður ekki vitað af honum.
Og í dag er hann orðinn töluvert hærri en mamma gamla,litla barnið mitt orðið svo stórt.



Og hann er búinn að fá að reyna ansi margt á þessum 14 árum,en stendur eins og klettur.Hann er líka svo heppinn að eiga 2 frábærar eldri systur sem hafa borið hann á herðum sér síðann hann fæddist.Reyndar leist nú henni Melkorku ekki sérlega mikið á hann fyrst,held að hann hafi eiginlega bara verið smá fyrir hahah en það breyttist nú og dag er hann gullmolinn hennar.Alexandra hefur alltaf verið mamma hans númer 2 og alltaf hugsað um hann og er hann einnig gullmolinn hennar.


Og ég verð bara að segja að mér finnst ég vera einstaklega heppinn með frábærann son.En jæja ætli þetta sé ekki bara orðið fínt um litla afmælisbarnið.




Hann var svo vakinn hérna fyrir 7 í morgun,og var búinn að gera egg, beikon,pylsur og amerískar pönnsur.Og ekki þótti honum það nú slæmt að vakna í það og svo opnaði hann pakkana sína og leyndist Liverpool treyja merkt honum í pakkanum.Og hann er hrikalega ánægður með hana.Það er alltaf gaman að gefa honum Guðbjarti gjafir :)





Jæja læt þetta duga í bili vona að þið eigið öll gleðilegan dag,okkar dagur mun vera það svo sannarlega.

Smá mömmu væmni það má á svona dögum :)

Minn kæri litli snáði,
ey hafðu það að háði.
Mömmu litli drengurinn,
seint slitnar nú strengurinn.

Ljúfur drengur læðir hendi,
sætar kveðjur þér ég sendi.
Vertu alltaf ljúfur minn,
velkominn í faðminn minn.

Þín fallegu bláu augu lýsa,
og margar minningar þau hýsa,
Sast þú lítill í lyngi,
og stundum kallaður Ingi.

Hratt þú ert nú að stækka,
og mamma bara að lækka.
Og stilltur ertu og prúður,
litli fagri mömmu snúður.

Baddý !!!!!!!!!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli