Það er eiginlega þannig veður að manni langar ekki að gera neitt bara.Og auðvitað var ég andvaka eina nóttina enn sofnaði um 5 í nótt,og mikið var ég orðinn örg.Já maður verður geðvondur bara á svona,tók verkjatöflur í gær sem ég geri ekki oft og varð hrikalega þreytt.En auðvitað var það bara þreyta var með verki og gat ekki sofnað.Var að hugsa um tíma að fara bara að baka eða eitthvað það er óþolandi að liggja uppí rúmi glaðvakandi í marga klukkutíma.Og auðvitað skreið ég aftur uppí í morgun og svaf af mér allann morguninn.
En verð nú samt að monta mig aðeins,kláraði að prjóna gallann í gær,hélt í alvöru að ég kæmist ekki frá því.Bæði frekar flókin og puttarnir ekki alveg að virka,en þetta tókst og hann er bara nokkuð flottur þó ég segi sjálf frá.Og svo horfi ég á hann núna og nenni eiginlega ekki að fela endana og sauma á hann tölurnar haha það er svo leiðinlegt.
En var að hugsa að mér finnst ég stundum eins og hálfegerður Don Kíóti,er alltaf að berjast við einhverjar vindmyllur.En enda alltaf á sama stað svo margt sem ég er búinn að ætla að gera já og plana en einhvern veginn púff.TD núna er ég kominn með endurhæfingar lífeyrir næstu 2 mánuðina og ef ég verð ekki orðinn góð eftir það þá er það á byrjunarreit og sækja um allt aftur.Já og þetta er eiginlega ekki alveg það eina hahaha það eru vindmyllur í öllum hornum þessa dagana.En kanski er ekkert svo slæmt að vera Don Kíóti jú hann var nú á vissann hátt svolítið skemmtilegur,allavega fannst mér sagan skemmtileg þegar ég var krakki.
En svona er þetta allt saman stundum og einn daginn eru allar vindmyllurnar fallnar.Þarf bara að taka nokkrar matskeiðar af þolinmæði næstu daga og mánuði.
Jæja ætla ekki að röfla meira í dag og koma mér í að gera eitthvað skemmtilegt eða ekki.
Eigið frábæran dag öll sem einn.
Ég er hraustur, ég er veikur,
ég er hryggur, glaður þó;
ég er óhræddur, ég er smeykur,
ég er snauður, ríkur nóg.
Ég elska gjörvallt, allt þó hata,
allt ég veit og neitt ei skil;
öllu bjarga´ og öllu glata
í augnabliki sama´ eg vil.
Ég er fús og ég er trauður,
ég ber glaður votan hvarm,
ég er lífs og ég er dauður,
ég er sæll og bý við harm.
Ég er óður, ég er hægur,
ég kýs allt og ekkert vil;
ég um alla jörð er frægur,
ég hef aldrei verið til.
Baddý Kíóti





Engin ummæli:
Skrifa ummæli