Það hefur nú voðalega fátt gerst hérna í höllinni hjá okkur síðustu daga.Verið bara fínasta helgi svo sem,smá leti og kósýheit.Ég fór útá lífið á laugadags kvöldið og það var nú bara ágætt.Lenti í smávægilegri helgarveiki í gær vegna þess.En alls ekkert alvarlegt hef nú oft verið verri.Drengurinn skellti sér svo í bíó í gærkveldi og var hann bara sáttur með það.
Og blessaðir kettirnir eru búnir að vera að gera mig gráhærða,gamla læðann stakk af á laugardag og hefur ekkert sést til hennar ennþá.Svo ætli ég fari ekki að leita að dýrinu ef hún verður ekki kominn heim í kvöld.Þetta er eiginlega bara svona same old same old hahahaha.
Var að fatta að það er eiginlega voðalega stutt í jólin,já eigilega bara alltof stutt.Og maður er ekki enn farinn að undirbúa neitt jeminn eini rétt mánuður til stefnu.En þau munu samt koma ekki satt,þau gera það alltaf einhvern veginn.Og svo er nú bara ennþá styttra í að prinsinn minn eigi afmæli,já bara rétt vika wow.Og hann er að verða ansi fullorðinn 14 ára þetta lýður alltof hratt.Og þegar hann á afmæli þá kveikjum við alltaf á fyrstu jólaseríunni,og bökum fyrrstu smákökurnar.Já maður er ansi fastur í öllum hefðum í kringum svona hátíðir.
Jæja ætla bara ekkert að bulla meira í dag er haldinn hrikalegri leti.Já það er mánudagur í manni og ekki kommnir nægilega margir kaffi bollar inn fyrir mínar varir.Vona að þið eigið frábærann dag ég ætla að gera það :)
| Á hverri nóttu er stjörnur þínar skína þá sé ég allt, sem orð ná ekki að tjá ástina alla og eilífðina þína og endalausan kærleik ljósunum frá stjörnurnar allar í ótrúlegum geimi á eilífum himni, skapaðar af þér í lotningu þær lúta þér æðstur í heimi og lýsa bjartann veginn ætlaðan mér. |





Engin ummæli:
Skrifa ummæli