Síður

mánudagur, 24. nóvember 2014

Þey,þey og ró

Upp er runninn mánudagurinn 24 nóv 1 mánuður til jóla vá,og það er skítarok og rigning.Og á morgun er merkilegur dagur í litlu fjölskyldunni en þá verður einkasonurinn 14 ára.

Var ótrúlega fersk í morgunn kominn á fætur um 7,og skutlaði prinsinum í skólann í dag.Það er svo leiðinlegt veður að ég bara hafði ekki hjarta í mér að láta greyið labba.
En nú er ég búinn að geta sofið í 3 nætur,reyndar með hjálp svefntalfna.En vá hvað það er æðislegt er farið að hlakka til að sofna í kvöld eiginlega.Það er svo frábært að fá svona svefn eftir marga vikna andvökunætur og missvefn,þetta verður eiginlega eins og gott dóp.En mun eftir 1-2 daga hætta að taka töflurnar maður má ekki misnota þetta,verð þá vonandi kominn á rétt ról með svefn.
Hef alltaf lent í þessu að geta ekki sofið kemur mjög oft fyrir á haustinn og svo aftur á vorin.En eitt alveg merkilegt er byrjað að vera illt í skrokknum af á að liggja svona lengi hahaha.Er vön að sofa bara 4-5 tíma mest,en er búinn núna síðustu 3 nætur að ná allavega 7 tímum.skrokkurinn kann ekkert á þetta greinilega.

En vona núna að það komi yfir mig blessaður jólaandinn,sé að það eru svo margir byrjaðir á jólaundirbúningi já og sumir bara búnir bíða við tréð bara.Ég er svooo mikill jólafaggi elska að hafa seríur um allt,og haug af skrauti um allt.Það er alltaf svo gamann að setja þetta upp,en hrikalega leiðinlegt að taka niður blóta alltaf sjálfri mér í janúar.
En ætli ég drattist ekki í kvöld að leita allavega að jólasokkunum og henda þeim upp.Set þá alltaf upp 24 nóv og seríu í herbergið hjá drengnum vegna þess að prinsinn á jú afmæli á morgun.Og ekki fer maður að brjóta gamlar hefðir,það gæti eitthvað hræðilegt gerst.



Svo kláraði ég að prjóna í pöntunn af sokkum,vettlingum og ennisböndum í gær.Sat hérna voðalega prúð um helgina og prjónaði 2 ennisbönd 3 pör af sokkum og 2 pör af vettlingum,barnastærðir á sokkunum og vettlingunum sem betur fer.Fingurnir voru orðnir verulega bólgnir eftir þetta,já eiginlega logandi og ég hét sjálfri mér að taka mér smá pásu.Á eiginlega erfitt í dag að rétta almennilega úr fingrunum,en er samt að hugsa að setja bara eitthvað smá já og lítið á prjónana seinna í dag.Get eiginlega ekki verið að gera ekki neitt.
En verð auðvitað líka að byrja að undirbúa jólin eitthvað smá auðvitað.Jólalögin blasta á fullu hérna núna til að reyna að komast í rétta stemmingu,en ekkert byrjað að gerast enn þetta kemur.


Í gær skrifaði ég að fólk ætti ekki að kasta grjóti í glerhúsi,og eflaust margir hugsað hvaða drama er í gangi núna.En það er ekkert svoleiðis neitt í gangi,það bara pirrar mig oft þegar fólk er að bulla um margt og lét ég það eitthvað fara mikið í taugarnar á mér í gær.Er búinn að heyra svo margar sögur uppá síðkastið um mig að ég var eitthvað örg bara.En miðað við þessar frábæru sögur lifi ég mjög spennandi lífi,já og er eiginlega bara meistari meistaranna í ýmsu.En maður verður bara að hugsa með sjálfum sér ég veit hvað er satt og rétt,og ekki láta þetta hafa áhrif á sig.Já og greyið fólkið sem er að velta sér uppúr mér það á sér greinilega ekki mikið líf allavega ef það snýst um að velta sér uppúr mér hahahaha.En ætla bara að segja maður getur orðið sár og maður getur fundið til,en er með ágætlega breitt bak þótt lítil sé.Segi bara kasti sá fyrsta steininum sem syndlaus er ;)


Ætla núna að fara að hella í mig kaffi já og svo aðeins meira kaffi og taka dramtýskar ákvarðanir um hvað ég eigi að gera af mér í dag.
Vona að þið eigið öll frábærann 24 nóv munið bara mánuður í jólin.Ég og kisurnar ætlum að fara að plotta eitthvað skemmtilegt og eiga góðan dag.


Þey, þey og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þey, þey og ró.
Þögn breiðist yfir allt.

Jóhann Jónsson
1896 - 1932

Baddý !!!!!!!!!!!!!!!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli