Síður

mánudagur, 10. nóvember 2014

Tína korn úr moði

Upp er runninn mánudagur og afskaplega fagur,sól og meira að segja logn allavega eins og er.

Og í dag er bara góður dagur hérna í höllinni,fékk símtal í morgunn sem ég er búinn að vera að bíða eftir ansi lengi.Kemst á endurhæfingabætur hjá tryggingastofnum næstu 2 mánuðina.Verð bara að segja að stóru fargi er af mér létt,í bili allavega.
Svo er bara að vona að skrokkurinn fari að taka við sér og lagast svo ég geti byrjað að vinna aftur.Ætla ekki að hanga heima það sem eftir er,þótt svo að sú saga gangi um að mig langi bara að vera á bótum það sem eftir er og hafa það gott hahaha.


Kláraði að prjóna vagnteppið í gærkveldi og hekla kant utann um það,hélt ég myndi látast við þetta verk.Fingurnir ekki alveg nægilega sáttir við þetta,en þetta hefst allt samann.Byrjaði svo að prjóna heilgalla sem er allur í köðlum,vona að ég komist frá því .




En verð að játa að ég er búinn að vera að horfa á rykið hérna í höllinni aðeins of lengi.Held að það væri hægt að skrifa heila ritgerð í því,svo að það er spurning að bretta upp ermar í dag og byrja að þrífa hérna.Já kanski bara byrja jólahreingerningar eða .......halda bara áfram að horfa,jú þetta verður hvort eða er allt skítugt aftur ekki satt.

En veit allavega að ég ætla að reyna að koma mér í göngutúr í þessu fallega veðri í dag.Fór ekki í neina göngu í gær og er með samviskubit yfir því,en fætururnir voru ekki í stuði fyrir neitt labb í gær.En ég ætla að ráða í dag og í göngu skal farið,já þótt hún verði kanski ekki löng.

Læt þetta duga í dag,eigið frábærann dag allir minn er það :)


Betlari


Snjótittlingur sníkir,
? snjórinn er svo mikill, ?
út um allt hann skoppar
eins og lítill hnykill.

Þögull þraukar móti
þykkum hríðarmekki;
svona sár af kulda
syngur maður ekki.

Bara að trítla um túnið,
tína korn úr moði, ?
- ekkert athvarf bíður,
allt er tómur voði.

Undarlega Íslands
ævifugl er gerður:
seinna, þegar sumrar,
sólskríkja hann verður.



                                         Baddý !!!!!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli