Við áttum mjög skemmtilegann dag hérna í gær,drengurinn varð 14 ára og mammann dúllaði við hann.
Ræsti hann klukkann 7 og hann fékk egg og beikon,og svo gaf ég honum Liverpool treyju.
Hann varð orðlaus af gleði yfir því búinn að dreyma um það lengi að eignast svona,og merkta í þokkabót.
Hann tímdi varla að koma við hana það var eiginlega bara voðalega sætt.Svo skellti hann sér í skólan og var bara venjulegur dagur.En svo fórum við út að borða í gær á Hótelinu og það var alveg toppurinn á deginum.Fengum alveg æðislegt lambakjöt og svo var súkkulaði terta og ís í eftir rétt fyrir hann með kerti á toppnum og allt.Þetta var afskaplega notalegt hjá okkur,frábært að fara þarna að borða og skemmtilegt.En tek það auðvitað framm að mammann fékk sér engann eftirrétt,maður má ekki klikka í aðhaldinu sko.
Og svo var vaknað í morgun í venjulegan dag,drengurinn farinn í skólan og kisurnar kommnar í sinn venjulega morðham.Þær voru alveg extra slæmar í morgun svoleiðis vefjandi sér um fæturnar á mér.Munaði ekki miklu í morgun að þær hefðu fellt mig,þær eru greinilega farnar að æfa sig betur í þessu.
En núna sit ég hérna úfinn og mygluð og er mikið að hugsa á hverju ég ætti að byrja hérna.Er búinn að hleypa annari kisunni út og spurning hvort hún skili sér.
Svo er ég búinn að horfa á þessar blessuðu rimlagardýnur í nokkra daga og bræða það með mér að fara að byrja að þrífa þær.Sko valkvíðinn er slæmur á ég að fara með bara lopasokk á þær eins og í fyrra eða á ég að gera edik og sítrónu blöndu og þvo þær með því humm humm erfitt.
Veit alveg að um leið og ég byrja á þessu drasli þá er ég skotfljót að þessu en það er bara að finna nennunna í þetta.Já og svo að leyfa liðunum að vakna almennilega til að gera eitthvað.
En jæja ætla að hafa þetta bara ekkert lengra í dag,drekka meira kaffi og gera svo eitthvað (kanski)
Eigið öll góðann dag ég ætla að gera það allavega.
Hvar er gleðin sem mér var gefin
hvarf hún út á höfin blá?
En nú er hún á þeim stað
þar sem hjörtun eru hætt að slá.
Ég sé það sem fáir sjá
og dreg þau orð aldrei í efa.
Eignast hluti sem mig langar að fá
en það kennir um leið að gefa.
´
Baddý !!!!!!!!!!!!





Engin ummæli:
Skrifa ummæli