Síður

þriðjudagur, 18. nóvember 2014

Farinn er fótur að stirðna

Nýr dagur ný tækifæri,rok og rigning í dag ekki beint skemmtilegt veður.


Þetta er einn af þessum dögum sem mann langar bara eiginlega ekki að skríða undann sænginni.Voðalega dimmt yfir eitthvað nær ekki að birta almennilega,þannig að dagurinn nær aldrei að byrja.
Ég og kisurnar bara heima drengurinn ennþá í skólanum og við nennum eiginlega ekki neinu.


En ég fékk útur þessum svakalegu blóðprufum í gær,og það var ekkert.Það ætti nú að kæta mann ógurlega að það sé ekkert í blóðinu á manni,en ég verð bara að játa að ég hefði viljað að það fyndist eitthvað.Verð að fá skýringu á þessum liðverkjum sem eru að gera mig brjálaða bara.En þetta er líkast til einhver gigt en mælist ekki í blóðinu,og það er bara óþægilegt að vita ekki hvað þetta er og þar af leiðandi er ekki hægt að fixa þetta drasl einn tveir og þrír.
En læknirinn benti mér á að panta mér tíma hjá gigtarlækni,og ég hringdi í gigtarfélagið og fékk nafn hjá lækni þar.Og fékk tíma 11 feb og setti á feisið að ég væri kominn með tíma.Og þá fékk ég ábendingu frá vinkonu að þetta væri ekki góður læknir og auðvitað panikkaði ég.En jafnaði mig og hringdi aftur og skipti um læknir,og þá frestaðist þetta um rúman mánuð að ég komist að.En held að það sé betra að fá góðan læknir og bíða heldur en hitt.Ég meina er búinn að vera svona nokkuð lengi svo að mánuður til eða frá fer varla með mig,er reyndar ekki þolinmóðasta verkfærið í skúffunni.

En er búinn að röfla alveg nægilega um þetta,held að ég ætti að fara að gera eitthvað hérna af viti.Eigið þið nú góðan dag í rigningunni ég ætla að reyna.


Gigtarsálmur

Við fiðlu braga svo fiktinn,
ég fer nú að yrkja stöku
um hánótt, því helvítis gigtin
heldur fyrir mér vöku.

Farinn er fótur að stirðna,
furðað mig getur það eigi;
býsna oft búinn að spyrna
við broddum á lífsins vegi.

Þeir, sem að táknunum trúa,
- svo trúaða marka ég þekki -
halda við förum að fljúga,
og fæturna brúkum þá ekki.

En þó að ég breytingu þrái -
því má nú hamingjan ráða,
ég kvíði svo fyrir ég fái
fluggigt í vængina báða.


Káinn
1860 - 1936

Baddy 




Engin ummæli:

Skrifa ummæli