Síður

fimmtudagur, 6. nóvember 2014

Til jarðar falla laufblöð ofurlaust

Jæja þá er þessi vika alveg að renna sitt skeið.Og ég búinn að vera frekar löt bara að blogga.



Það gerist fátt hérna í höllinni þessa dagana,maður er bara að dunda sér í haustverkunum.Og þau flokkast undir það að reyna að fylla kistuna af mat svo maður lifi veturinn af.Og það er bara búið að ganga mjög vel,og við munum allavega ekki svelta svo mikið er víst.


Var svo líka einstaklega heppinn að mér var færður fiskur,bæði ýsa og þorskur.Yndislegt að fá svona því að það er nú ekki sérlega ódýrt að fara í búðina og versla sér fisk.Ýsann auðvitað kominn í frysti og hluti af þorskinum,og svo ætla ég að nætursalta smá af honum líka mmmmm.


En fór í fallega fjörðinn minn í gær og það er nú bara alltaf jafn gott að komast heim.Ef ég væri milljóner þá myndi ég bara búa þar alltaf,og þegar ég verð stór og rík á forstjóralaunum þá ætla ég að flytja þangað ekki spurning.Kíktum líka í kaffi til Ingimars og Loka á Bíldó það er nú alltaf jafn ljúft að koma þar í kaffi.
En svo þegar heim var komið var ekki jafn skemmtilegt get ég sagt ykkur.Höfðum óvart lokað kettina framm í gangi og voru þær búnar að kúldrast þar allann daginn.Og maður minn það var grátur og meiri grátur langt framm á nótt í þeim.Vona nú samt að þær fyrirgefi mér fljótt,annars er ég í vondum málum ekkert eins erfitt og reiður köttur í vígahug.

Svo ætlaði ég að skella mér í smá ævintýraferð norður til frænku gömlu,en vegna veðurs verð ég að geyma það um sinn.En er alveg fullviss að þegar ég loksins kemst til hennar þá verður það oofsalega gamann,hvenær sem það verður nú.


En læt þetta duga í bili ætla að fara að reyna að blíðka kisurnar,það borgar sig ef ég ætla að fá´svefnfrið í nótt.Eigið frábærann dag öll sem einn.



Sumri hallar, senn er komið haust
svalir vindar, gáska-fullir gnauða.
Til jarðar falla laufblöð ofur laust
lífs með marki, nær þó gerum dauða.

Fegurð haustsins, falin öllum litum,
fyrr en varir klæðir hraun og hlíð.
Hrím og mosa - áður en við vitum,
vermir, stund úr degi, sólin blíð.

-----------

Er haustið kom, það heilsaði mínum sjónum
með höfgum svip, og reisn í hæstu krónum.
Eitt gulnað blað, er féll við mína fætur 
fræddi mig um tré, er sumrið grætur.

Veðurbarin tré er vetri kvíða
visna upp, á móti strengjum stríða.
Haustið kemur fyrr en oftast áður
æsast vindar, magnast frostsins gráður.

Falla haustsins tár úr himna gáttum
heilsa sveipar vinds úr öllum áttum.
Gisnar kræklur greina í regnsins fljóti
gráma haustsins taka vel á móti.




Baddý !!!!




Engin ummæli:

Skrifa ummæli