Síður

laugardagur, 29. nóvember 2014

Það er laugardags morgun

Það er laugardagsmorgunn og ég var kominn á ról uppúr 7,svarta myrkur úti en rokið hefur eitthvað hægt á sér í nótt.


Núna er ég að bíða eftir að einkasonurinn vakni,hann er reyndar kominn á fætur en ekki alveg vaknaður.
Hann er að myndast við að fá sér morgunmat og er allur að vakna.
Við erum að fara yfir í fallega fjörðinn Arnarfjörð að smala eftir smá stund,vona að það séu auð fjöll og hann Gráni verði  sprækur yfir fjöllinn.

Svo verðum við í sveitinni þangað til á morgun,og svo þegar við komum til baka munum við henda jólunum upp.
Afrekaði að þrífa rimlana í stofunni í gær,og ætlaði að klára glugga þrifin líka.En liðirnir fóru í heljarinnar uppreisn auðvitað og það var ekki meira gert þann daginn.Gat ekki einu sinni prjónað í gærkveldi.


En það sem er að frétta af mission í kjólin fyrir einhver jólin,er að það eru byrjuð að týnast nokkrum grömm af kroppinum.Verst er að geta lítið hreyft sig þá gengi þetta eitthvað hraðar.En góðir hlutir gerast hægt verð bara að sætta mig við það.

Jæja ætla að láta þetta duga í bili og fara að koma mér af stað svo maður verði kominn áður en birtir.

Eigið frábærann laugardag.



Ó, þú jörð, sem er
yndi þúsunda,
blessuð jörð sem ber
blómstafi grunda,
sárt er að þú sekkur undir mér.

Hef eg mig frá þér hér
og hníg til þín aftur,
mold sem mannsins er
magngjafi skaptur;
sárt er að þú sekkur undir mér.






Baddý !!!!!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli