Síður

laugardagur, 22. nóvember 2014

Gott að sofa enn betra að dreyma :)

Góðan laugardag það er komin 22 nóvember wow.Og það er svatra myrkur úti ekki farið að birta neitt af degi.


Núna mætti vera smá snjóföl yfir til að birta aðeins upp þetta myrkur.En maður ætti kanski ekki að vera að kvarta,það er heitt og autt úti.
En er bara einhvern veginn þannig að á þessum tíma árs langar mig að hafa hvíta jörð.Þá verður veröldin svo falleg og saklaus já og hátíðleg.

En í gær átti ég voðalega þreyttann dag eitthvað,var syfjuð allann daginn já og bara gat mig ekki hreyft.En gafst upp í gær á andvökuástandinu mínu og talaði við doksa og fékk vægar svefntöflur.Og maður minn ég var sofnuð uppúr miðnætti í gær og ég svaf alla nóttina án þess að rumska.Var svo auðvitað vöknuð fyrir 8 í morgun sem er bara fínt,og ennþá betra að vakna úthvíldur.Það hefur nú ekki verið að gerast mikið síðustu vikur,vona allavega núna að ég komist á rétt svefnról.Þá verður lífið sko mun skemmtilegra og kanski lifnar einhver púki í mér að fara að gera eitthvað hérna svona jóla jóla.

En á þessum árstíma hugsa ég voðalega mikið til pabba,og þar af leiðandi dreymir mig hann núna nótt eftir nótt.Og það er alltaf svo gaman hjá okkur erum að hlæja mikið og hann eins og alltaf að segja mér hvernig ég á að gera hitt og þetta.Var td í nótt að baka risa lagtertu og hann vildi hafa allavega 8 raðir og mikið krem og þær áttu að vel vel brenndar þannig fannst honum kökur bestar,og þessi kaka varð hrikalega stór.Man að hann var alltaf að segja manni hvernig væri rétt að gera hitt og þetta og oft ef maður átti að gera eitthvað fyrir hann þá sýndi hann manni það svo vel að hann gerði oft hlutinn sjálfur.Hann var yndi og ég sakna hans mikið og sérstaklega þegar lýður að hátíðunum.


En núna sit ég hérna í myrkrinu á laugardagsmorgni,með Létt Bylgjuna á fullu hárið úfið og baugar niður á tær.Og kattarskammirnar stara á mig og bíða eftir að ég gefi þeim eitthvað sem þeim þykir gott.Eða að ég gefi mig og opni alla glugga hérna svo þær komist út og nái í fleiri músarsskrímsli til að færa mér.
Vona bara að eftir allann þennann góða svefn og fallegu drauma að ég fyllist einhverjum ógurlegum krafti og fari að gera eitthvað hérna.En ætla að leyfa þessum liðamótum að vakna og drekka nokkra kaffi í viðbót,get ekki alveg fúnkerað fyrr en þeir eru orðnir fleiri en 4 allavega.Og kanski ég lifi hættulega og leyfi kisunum að fara út,en ætla ekki að hafa fyrir þær opna glugga er ekki það mikil áhættufíkill hell no.

Jæja ætla að láta þetta bull mitt duga í dag,og halda áfram að hlusta á jólalögin og drekka meira kaffi.Verð þá kominn í gang á hádegi vonandi.
Eigið frábærann laugardag öll sem einn,við ætlum að gera það allavega hérna í Hólahöllinni.


Þú sæla heimsins svalalind,
ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ýta-kind
og ótal læknar sár.

Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.

Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
því drottinn telur tárin mín,-
ég trúi´ og huggast læt.



Kristján Jónsson
1842 - 1869


Baddý útsofna !!!!!!!!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli