Við mæðginin vorum eiginlega frekar rugluð héldum að það væri frí í skólanum í dag.Svo var bara hringt úr skólanum um 9 leytið og það var ekkert frí hahaha.Þetta er nú ekkert í fyrsta skiptið sem við ruglumst svona svo sem,en er alltaf jafn fyndið svona eftir á.Vorum hlaupandi hérna um eins og hauslausar hænur en þetta hafðist,hann mætti klukkutíma of seint.
En annars er þetta bara búinn að vera ljúfur morgunn,nokkrir kaffibollar búnir að renna niður.Og svo henti ég í rúgbrauð í gærkveldi og ilmurinn í húsinu dýrlegur.Var frekar ljúft að fá sér heita rúgbrauðssneið í morgunmat með fullt af smjöri og ost.
En hinnsvegar ekki eins skemmtilegt að eiga við þessi blessuðu liðamót í morgun.Þau voru bara hreinlega leiðinleg og frekar treg að hreyfa sig eins og ég vildi.Fer alveg að verða búinn að fá leið á þessu ástandi,en á að fá útúr blóðprufunum í dag,vona að það komi eitthvað í ljós.Það er frekar pirrandi til lengdar að vera höktandi alla daga,kjaga eins og amma mín blessuð sé minning hennar.Og það er nú ekki leiðinlegt að vera eins og amma,en langar bara ekki að hafa göngulagið hennar.
Tók göngutúr í gærkveldi og það var frekar stutt ganga,hnén eiginlega bara festust.En var ofsa gott að koma sér aðeins í ferskt loft,elska að taka göngu á kvöldinn,þá er allt svo rólegt og kyrrt.
En svo er spurning hvað maður geri af sér í dag,það verður kanski komið brjálað veður þegar ég loksins fer út.En það kemur bara í ljós þá kansi fýk ég bara á milli staða.Fæ mér regnhlíf og svíf bara um allt eins og Mary Poppins.
En ætla að reyna að fara að gera eitthvað,eða háma í mig meira rúgbrauð hver veit.Eigið frábærann föstudag öll sem einn ég ætla allavega að gera það.
| Þú heimsins mesta snild best nýmalað og með mjólk. Ég drekk þig að vild meðan ég tala við fólk. Upp úr rúminu þú rífur mig því á morgnanna ertu best. Ég horfi á bollann fanga þig en í honum nýtur þú þín mest. Frá suður-ameríku þú kemur en ég drekk þig á ítalskan sið. Öllum vel við þig semur og þú kannt að setja á frið. Elsku kaffi, þú ert ástin mín sem aldrei gerir neitt slæmt. Oft þú sýnir mér árin þín þegar úr bollanum er tæmt. Baddý !!! |









Engin ummæli:
Skrifa ummæli