Síður

fimmtudagur, 20. nóvember 2014

Er birtir af degi,við morgunskímu

Enn einn dagurinn runninn  upp,og það er enn þessi blessaði vindur.Svarta myrkur og rúmið ansi heillandi þessa stundina,en ætla að reyna að standast freistingunga að skríða aftur uppí.

Auðvitað varð ég andvaka enn eina nóttina,jafnvel þótt að ég gerði heiðarlega tillraun að fara snemma að sofa.Var kominn uppí um 10 leytið en náði að sofna uppúr 4.Prufaði meira að segja að taka verkjalyf snemma í gær svo að það væri nú farið að virka.En viti menn ekkert gerðist,hefði bara átt að sleppa að punga út pening í þetta drasl.

Og nú sit ég hérna dauðþreytt illa sofinn og það lekur stanslaust úr augunum á mér útaf þessum augnþurrk.Hlýt að vera frekar skondinn sjón hárið útí loftið rauð lekandi augu og þegar ég geng þá er ég eins og kroppin bakur.Hahaha það er eins gott að maður býr bara með drengnum og köttunum 2,myndi hræða líftóruna úr einhverjum með þessu gífurlega sexý útliti.

Svo er spurning hvað maður eigi að gera af sér í dag,er búinn með prjónagallann.Er reyndar að byrja á nokkrum ennisböndum og sokkum sem var pantað hjá mér fyrir jólin.Væri sennilega skynsamlegast að klára það,en hef aldrei þótt neitt sérlega skynsöm.Langar svolítið að hendast í að gera Bucilla sokk sem ég byrjaði á í fyrra,átti að fara í jólapakka þá en kanski nær hann því að komast í pakka í ár.

Svo er virkilega gaman að segja frá því að ég fór yfir 12,000 síðu flettingar í gær hérna með bloggið.Þannig að það er greinilegt að það er verið að lesa það þótt það komi ekki komment á það.Var að hugsa um að halda uppá þetta að vera kominn með svona margar flettingar,og ég gerði það fékk mér kaffi og ætla að fá mér svo annann til skál í kaffi fyrir því.

En núna ætla ég að láta þetta duga í dag orðið ágætt.En enn og aftur og einu sinni enn takk fyrir að lesa mig.Vona að þið eigið frábærann dag,ég og kisurnar ætlum að reyna það allavega.

Er birtir af degi, við morgunskímu
gott er að fara úr fleti sínu.
Sinar og vöðva, varlega teygja
toga í tærnar og líkamann sveigja.

Í liðamótum, brakar og brestur
gigtin hjá mér, er daglegur gestur
geispa og gapi, enn um stund
saman þá vakna, líkami og lund.



Josira
1958 -
Baddý geðvonda 


2 ummæli:

  1. Flott hjá þér, haltu áfram. Ég á líka við svefn vandamál og vaki oft hálfu næturnar. Kveðja.

    SvaraEyða
  2. Takk Védís :) já það er ekki gott að geta ekki sofið :)

    SvaraEyða