Góðan dag nú er runninn upp 11 Nóvember,skítkalt en fallegt veður.Og gamann að segja frá því að þetta er færsla númer 100.
Var búinn að áveða að þegar ég kæmist í færslu númer 100 þá ætlaði ég að vera með alveg afskaplega djúpt og merkilegt blogg.Ætlaði að blogga um hlut sem er búinn að brenna á mér lengi,já og hef viljað koma frá mér.Þegar ég byrjaði að blogga þá skrifaði ég að ég ætlaði að skrifa um tap og sigra.
En svo er ég bara ekkert tilbúinn að vera djúp eða skrifa um tap og sigra.Er búinn að blogga núna í rúma 10 mánuði og hefur það bara verið gaman.Upphaflega ætlaði ég að hafa þetta bara svona eitthvað og hef heldur betur staðið við það.Og á þessum tíma hefur nú ýmislegt gerst,fermdi drenginn minn og var það einmitt að þakka mörgum sem lásu bloggið mitt.Og auðvitað ættingjum og vinum og þetta var góður dagur hjá okkur.
Svo auðvitað varð ég lappalaus á þessum tíma og er það frekar mikið ennþá.En það er auðvitað allt búið að ákveða að lagast með tímanum.Ákvað að breyta lítilllega um lífssstíl og náði 15 kg af mér og það er auðvitað verk sem er ennþá í vinnslu.Og verður það eitthvað næstu árin já eða alla ævi.
Humm hvað meira get ég sagt um síðustu 10 mánuði.Já smá lítilllegt hjartarsár í sumar en búinn að jafna mig á því.hummmmmmmm og svo auðvitað er ég alltaf að vinna í því að vera ekki étinn af blessuðum köttunum mínum.En þær ætla sér ekkert að gefast upp held ég.
Og svo er það auðvitað það langmerkilegasta sem hefur komið til á þessum 10 mánuðum.Ég er að verða amma í mars,og þegar ég lýt yfir þennann tíma þá er það auðvitað langmerkilegast af þessu öllu.Og er búinn að vera aðeins að prjóna á litla bumbubúann hennar Alexöndru,og það hefur haft vel ofanaf fyrir mér.
En eins og ég sagði þá ætlaði ég að blogga voðalega djúpt og merkilegt þegar ég kæmi að 100.En ætla að geyma það kanski geri ég það þegar ég fer í 200.Ætla núna að láta staðar numið af bulli í dag,takk allir sem hafa hjálpað okkur síðustu 10 mánuðina og takk allir sem hafa lesið þetta síðustu 10 mánuðina.
Eigið öll frábærann 11 nóvember ég ætla svo sannarlega að gera það með kaffi og kattarfári.
Og ég dag ætla ég að setja inn ljóð eftir sveitunga minn hann Gísla á Uppsölum.
Ljúfi Drottinn lýstu mér
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
Baddý!!!!!!!!!!!!














������
SvaraEyðahvað þýða öll þessi spurningar merki ???
Eyða