Góðan dag nú er lognið heldur betur að flýta sér hérna,dimmt og drungalegt.Ruslatunnann fokinn á hliðina og grindverkið alveg að fara.
Já það er ekki gamann að vakna í svona dag,á svona dögum langar manni bara að skríða aftur uppí og breiða uppfyrir haus.Það þurfti mikið átak áðann að koma sér undann sænginni og skutla drengnum í skólann.En yfirleitt labbar hann greyið en það er svo ansi hvasst hérna núna að ég ákvað að vera góð móðir og keyra hann.
En ég sit hérna núna í sófaettinu og passa að fæturnir snerti ekki gólfið,og gjóa augunum í átt að eldhúsinu.Já er eiginlega bara fangi á eigin heimili hahaha.
Blessuðu kisurnar mínar sem ég hef nú ósjaldann bloggað um,gengu nærri frá mér í gær.Held að þetta sé hluti af stóra planinu þeirra við að losa sig við mig já koma mér fyrir kattarnef.
Ég var voðalega saklaus og góð í gær og opnaði hérna fyrir þær gugga svo þær kæmust nú út í fallega daginn.Og var bara ekki að pæla neitt,en heyri svo þegar önnur þeirra kemur inn,með frekar miklum látum.Og svo fór ég að heyra hljóð frá þeim sem láta hárin á mér rísa,svona veiði urr og mjálm.
Þannig að ég hetjann sjálf hleyp eins og eldibrandur framm í eldhús,þá sitja þær báðar 2 fyrir framann ruslaskápinn veifandi skottunum ofsa spennar fyrir skápnum.Ég ætlaði bara ekki að trúa þessu og ég stend þarna í smá stund og viti menn heyri í óboðnum gesti inní skápnum.Og þá kom vein úr mínum hálsi hljóp um allt húsið að loka öllum hurðum svo hún færi nú ekki þangað.Lokaði öllum gluggum skammaði dömurnar og svo hljóp ég út.Var nefnilega ein heima og bara réð ekki við þessar aðstæður.Ákvað samt að gerast mikill hetja og dreif mig í búðina að kaupa gildru,og þær voru uppseldar.Þá fór nú að grípa mig skelfing þorði ekki heim þar sem þetta skrímsli væri í skápnum mínum.En gerði eitt sem ég hef gert áður við svona uppákomu.Hringdi í hann Halldór Trausstason og vældi hvort hann gæti komið og bjargað mér.Og viti menn hann kom hingað eins og riddari á hvítum hesti(reyndar á hvítum bíl)og réðst inní skápinn.Og á meðann á þessu stóð var hetjan ég uppá borði og fylgdist með.Hann tók allt útur skápnum og enginn mús,helvítis skrímsið hefur náð að fara niður í kompu.Svo að nú get ég ekki komið nálægt ruslaskápnum vitandi það að þetta hejarinnar skímsli hafi verið þar,drengurinn þarf að fara með allt í ruslafötuna.Og ég náði í gildrur og setti niður og get bara alls ekki hugsað mér að gá í þær ætla að bíða eftir að Guðbjartur er búinn í skólanum.Já það er sem ég segi þessir kettir eru að plotta alheims yfirráð hérna í höllinni.
Svo að núna sit ég hérna hrekk við við hvert hljóð og hverja hreyfingu,já er hetja dagsins.
Læt þetta duga í dag vona að þið eigið öll frábærann músalausann dag veit ekki með mig.
Kettirnir sem mala hátt
hvæsa, mjálma kela
-ef þeir væru mennskir menn
þeir myndu ræna rupla stela
Baddý !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!






Hahaha, ég er búin að nâ 4 hér í haust.
SvaraEyðajææækkkksssssssssssss
SvaraEyða