Síður

laugardagur, 8. febrúar 2014

Vöknum alltof snemma :)

Góðan dag!! Auðvitað er ég kominn á fætur alltof snemma einu sinni enn,það er laugardagur og ég og kettirnir kommar á ról.Reyndar er alltaf voðalega notalegt að vera á fótum snemma dags,þögn já bara endalaus þögn.Það mætti halda að ég búi með hundrað manns sem eru alltaf með læti fyrst ég þrái þessa miklu þögn,en við erum bara 2 í heimili og ekki eru nú mikil læti í drengnum.Er farinn að hallast að ég sé haldinn Gísla á Uppölum syndrom,farinn að haga mér þannig alltaf ein og þrái þögn.Það er t,d þorrablót á Barðaströndinni í kvöld og ég ætla ekki að fara.En held að það sé nú ekkert svo slæmt að mig langi bara að vera heima í þögninni,geri kanski bara eitthvað skemmtilegt með syninum.Svo fer nú að lýða að því að við verðum að halda risaveislu hérna,litla barnið mitt að fara að fermast.Er ekkert voðalega stressuð samt yfir því skil ekki af hverju allt verður að fara á hvolf hjá fólki vegna einnar fermingar veislu.Við ætlum nú bara að hafa þetta voðalega lítið og notalegt og ætlum ekkert að breyta húsinu mála skipta um parket eða eldhúsinnréttingu.Ég man að þegar ég fermdist þá fannst mér það ákaflega leiðinlegt og hefði alveg verið til í að fá að sleppa þeirri veislu,en það kom reyndar svo mikill snjór að það mættu fáir í þá veislu.Man hvað mér fannst þetta allt voðalega kjánalegt,mamma setti einhver blóm í hárið á mér sem ég týndi úr á leiðinni í kirkjuna.Og fermingar fötin voru jakkaföt þverslaufa og laskkskór,auðvitað gerði ég allt öfugt við það sem litlar sætar fermingar stelpur eiga að gera.Hef örugglega verið hrikalega óþolandi og í veislunni hékk ég bara í herberginu mínu hahaha.En ég á svo góðan son að hann verður algjör engill í þessu öllu,við munum bara gera þetta rólega og á okkar hátt einfalt mál.En núna ætla ég að fara að njóta þagnar laugardagsins og fá mér einn eða tvo kaffi bolla.Síjú Baddý
ekki sérlega fallegt fermingarbarn


ekki var gaman að láta alla standa og horfa :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli