Síður

þriðjudagur, 25. febrúar 2014

Slæmt rokheilkenni í gangi hér

Jæja núna er ég bara frekar pirruð í dag,en veit að það er ekkert sem ég græði á.Það sem er að pirra mig er þetta blessaða rok sem er búið að heiðra okkur hérna í alltof marga mánuði.Svei mér þá ef maður er ekki bara komið með rokfýlupoka heilkenni,maður vaknar á hverjum morgni og hleypur út að glugganum í þeirri von að það sé komið logn,En viti menn það er bara að hraðferð blessað lognið alla morgna og alla daga,það er svo lýjandi að verða fyrir svona vonbrigðum á hverjum degi.Svo ég tala svo ekki um eftir að ég hef kíkt útum gluggann já og brynnt músum yfir veðrinu þá skelli ég mér á vigtina og þá bara bókstaflega hágræt ég.Verð að fara að koma mér upp betri rútínu á morgna  það getur bara ekki verið gott fyrir mitt litla sálartetur að leggja þetta á mig á hverjum degi.Reyndar þegar ég lýt í spegil þá held ég líka reglulega að ég sé kominn með anorexíu sé bara feita kjellu í speglinum.



En núna gengur þessi neikvæðni ekki lengur hjá mér ætla að draga fyrir gluggana hækka í útvarpinu og ekki lýta í spegil,og dreyma um sumarið eða allavegna smá logn það hlýtur að hjálpa mér inní daginn.
                               kveð í bili Baddý vindhæna 




2 ummæli:

  1. Æ hvað ég er sammála þér með þetta rok. Við verðum bara að taka einhverskonar Pollýönnu á þetta :)

    SvaraEyða
  2. já það verðum við svo sannarlega að gera Maja :)

    SvaraEyða