Stundum vildi ég óska að ég gæti bara flogið burt,og þá er ég að meina bara bókað flug eitthvert útí heim.væri alveg til í að komast á sólarströnd og bara flatmaga þar með flotta koktel í hendi.En það er nú ekki alveg svo gott í raunveruleikanum,bara vinna og svo kanski meiri vinna.En það sakar aldrei að láta sig dreyma dagdraumar kosta ekkert.T,D núna ætti ég að vera að gera mig klára til að mæta í vinnu en hef mig bara ekki uppúr sófanum og mun auðvitað klæða mig og gera mig klára á hlaupum nokkrum mínútum áður en ég á að vera mætt.Er alltaf að reyna að bæta mig í þessu að vera tímanlega að gera hlutina fara snemma að sofa og ég veit ekki hvað,en einhvern veginn tekst mér það bara ekki næ 1-2 dögum í þessu en svo fer alltaf allt aftur í sama gamla farið.En ég ætla og ég get gert þetta einhvern daginn veit ekki alveg hvernig en það tekst.Jæja hef ekki tíma í meira i dag er að verða of sein eigiði fallegann mánudag allir sem einn.
Kveðja Baddý seina kleina :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli