Þá er runninn upp þessi dýrðlegi föstudagur,og ég dottinn í helgarfrí.Ætla að afreka alveg heilan helling yfir helgina þar að segja ætla ég að þykjast gera allt sem ég er búinn að fresta alla vikuna.En hér var farið á fætur eldnemma í morgun og drengurinn orðinn hress,sem er bara frábært hann er búinn að vera veikur síðustu 3 dagana.Og núna er ég að drekka þennann líka ægilega holla og góða boost,verð samt að viðurkenna að ég væri frekar til í egg og bacon.En ég ætla ekki að gefa mig í þessu heilsudæmi,ætla að vera orðinn eins og spýta í vor hahaha.Svo er ég alveg að verða vittlaus á þessu veðri,finnst svo pirrandi að vera að horfa útum gluggann og það er alltaf vindur og rigning,ekki fer ég út sko.Er reyndar búinn að áveða á hverjum degi að taka göngutúr en viti menn það er alltaf eitthvað að veðrinu of hvasst ,of blautt of hált .........er svo viss að ef það kemur einhverntímann logn og sól þá finnst mér alltof heitt.Farinn að fatta það alveg sjálf að það er bara ekkert hægt að gera mér til hæfis,já stundum er erfitt að vera svona mikil prinsessa :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli