Síður

laugardagur, 22. febrúar 2014

Gott að hlæja stundum

Jæja núna er góður laugardagur drengurinn að ganga með félagsmiðstöðinni,það er fjáröflunar maraþon ganga svo þau komist á Samfés í næsta mánuði.Hann var mættur í það klukkann 9 í morgun og mammann skutalði drengnum og kom sér svo heim og letin var algjör og var skriðiðnuppí rúm aftur og sofið.Held að það sé orðið ansi langt síðan ég hef sofið svona mikið,enda er ég úthvíld núna með vefnhrukkur og úfið hár bara gaman að því.Við gerðum margt skemmtilegt í gær fórum út að borða og höfðum voðalega kósý dag,svo í gærkveldi duttum við niður á gamlar myndir og videó og vá maður minn ég hef ekki hlegið svona mikið í mörg ár.Er bókstaflega með strengi í maganum og er ekki frá því að mig verki í kjálkana eftir allann þennann hlátur.Fyndið hvað maður er búinn að gleyma hvernig allir litu út,og gaman að heyra og sjá fólk sem er farið frá okkur,þetta er bara gull þegar maður kemst í svona .En núna verð ég að koma mér í að gera eitthvað skemmtilegt í dag nýta fríið og nýta tíman með frumburðinum meðan hún er hérna hjá okkur.
flott mynd af pabba 



Kanski gerist ég góð móðir og hendi í vöfflur fyrir ungana mína 

Falleg mynd af afa með stelpunum sínum


                                Bið að heilsa í bili Baddý !!!!!!!!!




sætar systur 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli