Síður

þriðjudagur, 18. febrúar 2014

Kaffi er ómissandi að morgni !!!

Núna er ég búinn að eiga frekar leiðinlegan morgun verð ég að segja bara.Þurfti að mæta í blóðprufu og varð að fasta fyrir hana og þar af leiðandi mátti ég ekkert kaffi innbyrða í morgun.Vá hvað það tók á maður horfði löngunar augum á könnuna þefaði af kaffipúðunum og var alveg að farast úr löngun í kaffi bolla já bara einn lítin kaffi bolla.En biðin tók sem betur fer enda og ég er sko byrjuð að bæta mér upp kaffileysið,reyndar nokkrum blóðdropum fátækari en þvíklík dásemd sem fyrsti kaffi bolli dagsins er,held að ég hafi bara ekki spáð í það hvað ég er háð fyrsta bolla dagsins.Og ég sem var að hugsa um að fara að hætta að drekka kaffi alfarið,haha held að það sé nú alveg dottið útur myndinni eftir raunir morgunsins.En talandi um blóðprufuna þá var dregið svo mikið blóð úr mér að ég hlýt að hafa lést um hálft kíló já ef ekki bara heilt kíló.Spurning að hoppa á vigtina og gá,en kanski mælist það ekki vegna alls kaffinsins sem ég er búinn að drekka síðan ég kom heim úr prufunni.En ætla að monta mig smá samt ég KOMST í gamlar gallabuxur í gær sem hafa verið of litlar síðustu misseri,þvílík gleði þegar ég kom þeim utanum mig.Svo að kanksi er ég að gera eitthvað rétt með að lifa eins og kanína en verð að fara að komast í að hreyfa mig það verður næsta verkefni hérna hjá Hóla prinsesunni.Jæja ætla að fara að skella i mig nokkrum kaffi bollum já og gera svona allavega einn grænan boost.



Byrjun átaks 

Aðeins byrjað að bráðna mörin




                     Bið að heilsa í bili Hóla prinsessann :)



Komin í gallabuxurnar góðu og áfram skal haldið 

1 ummæli: