Er bara ég og er eins og ég er með ýmsa drauma :)Á 3 börn er ættuð úr Arnarfirði sem er fallegasti staður á jörðinni að mínu mati ;)Langar að reyna að halda úti smá bloggi bara svona uppá gamanið.Er að reyna að breyta lífinu hjá mér og mínum gera það kanski smá betra og þá er svo gaman að blogga um það,þar að segja ef það tekst.Mun setja inn allskynns bull,sigra og tap og bara allt sem mér dettur í hug.
miðvikudagur, 26. febrúar 2014
Herre gud hvað geri ég nú ???
Segi bara núna er ég í djúpum .... ,er að reyna að vinna í að halda sómasamlega fermingar veislu fyrir yngsta barnið mitt.Þar að segja litla prinsinn minn og ég ætlaði aldrei að hafa eitthvað svakalega stórt eða mikið,en langaði bara að hafa eitthvað flott fyrir hann.Og aðallega langaði mig að geta gefið honum eitthvað flott.Eitthvað sem hann hefði gaman að og gæti notað veislan skiptir minna máli,enginn þörf á einhverjum öfgum.Og þar sem ég er eina foreldrið verð ég náttúrulega að gera þetta allt saman ein,en er ekki forstjóri eða eitthvað slíkt bara láglauna manneskja með ansi marga leiðindar reikninga sem þarf að greiða á öllum mánaðarmótum þá er ekki mikið eftir.Svo að ég taldi að ég gæti sótt um fermingar styrk hjá Tryggingarstofnun þar sem faðir hans er látin,og já var reyndar sagt að það væri hægt þá gerði ég það.En fékk svo símtal í dag að það væri ekki Í boði.Einu skyldur ríkinsins er að greiða meðlag mánaðarlega og búið sem er reyndar ekkert voðalega hátt,en hef ekki verið að velta mér uppúr því frá degi til dags.Finnst afskaplega furðulegt að það er þessi ríka hefð hér á landi að ferma öll börn,og vill hann sonur minn fermast eins og allir hinir auðvitað.En þetta setur mann í erfiða stöðu allir fá veislu og fínar gjafir þegar þeir fermast en ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að láta þetta dæmi ganga upp verð ég að segja.Ég verð að fara suður í næstu viku til að leita læknis reyndar bara myndatökur en er alvarlega farinn að íhuga að sleppa því svo ég geti sparað fyrir ferminguna.Vil taka fram að ég er ekki að væla eða neitt þannig og ég veit að ég er ekki sú eina sem er í svona stöðu á Íslandi í dag.Hélt að þetta land ætti að vera velferðar ríki og allir ættu að hafa það ofsa gott,en staðreyndinn er að svo er ekki,er ekki að segja samt að ég sé á grafarbakkanum eða neitt þannig,ég mun redda mér einhvernveginn.En það verður samt að gera eitthvað fyrir fólk eins mig drengurinn minn á bara aðeins 1 foreldri í dag og það var ekki hans val,og ég bara bóktaflega þéna ekki nægilega til að hann fái það sama og aðrir.En svona er sennilega bara Ísland í dag það er bara stundum erfitt að vera til ekki satt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Elsku Baddý ekki gott ástandið, ömurlegt hvernig þetta blessaða þjóðfélag er orðið fólk kemst ekki af og sérstaklega þegar stórviðburðir eru a döfinni,.....ótrúlegt
SvaraEyðajá þetta er ekki gott
Eyða