Síður

föstudagur, 21. febrúar 2014

Frábær helgi í vændum

fagnaðarfundir systkina 
Allt er næstum því þegar tvennt er,að sjálfögðu tókst okkur að sofa aftur yfir okkur i dag geri aðrir betur.Farinn að verða smeik um að þetta sé bara að verða að einhverju mynstri hjá okkur hérna í höllinni,en það má náttúrulega ekki gerast.Og það fyndnasta er að ég var löngu vöknuð en nei bara að kúra aðeins lengur aarrgg.Þessu verður kippt í liðinn ekki seinna en í gær það er á hreinu,en núna ætla ég bara að stefna að því að eiga frábæra helgi með krakka lúsunum mínum.Er komin í helgarfrí og var svo einstaklega heppinn að frumburðurinn hún Alexandra kom vestur í gær og ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni yfir helgina.Og við höfum ekki sést síðn í Desember þannig að við verðum að þaulnýta hverja mínútu þessa helgina og dúlla okkur eitthvað.Það var voðalega ljúft að vera með 2 af 3 af molunum mínum undir sama þaki þegar ég fór að sofa í gær.Reyndar væri það ennþá ljúfara ef þau væru öll en kanski einhvern daginn kemur að því.Svo kom hún dóttir mín með alveg ofsalega fallega gjöf frá honum  Kitta til mín,fallega mynd af honum Ríkharði,og verður það verkefni dagins að athuga hvort að það sé hægt að fá fallegann myndaramma og hengja myndina á fjölskyldu vegginn okkar góða.Já ég held að þetta verði alveg brilliant helgi frí og skemmtileg heit,ætla að fara brosandi inn í þennann dag,og ekkert hugsa um leti morðóða ketti né hvað ég á eftir að gera :)


væri ljúft ef hún væri hérna líka 



Vona að þið öll eigið góða helgi 

mammann ánægð


Kveðja Baddý káta táta :) 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli