Síður

sunnudagur, 16. febrúar 2014

Skelfilegir morðóðir kettir ???

Afskaplega fallegur sunnudagur er runninn upp ískalt en heiðskírt.Vaknaði einu sinni enn alltof snemma en ætla bara ekkert að velta mér uppúr þvi haha þetta er bara greinilega komið í vana hjá mér.En hins vegar þegar ég var að skakklappast hérna framm í morgun þá voru blessaðar kisurnar voðalega athyglis sjúkar eitthvað,voru að vefja sig um fæturnar á mér þannig að ég gerði eins og alla aðra morgna gaf þeim að éta og opnaði glugga fyrir þær.En nei þær fóru ekkert að éta eða út heldur bara eltu mig áfram vefjandi sig um fæturnar á mér,meira að segja eltu þær mig á klósettið.Hugsaði ekkert útí þetta strax en svo ef ég er búinn eitthvað að labba hérna um í morgun þá eru þær báðar alltaf í fótunum á mér,bing fattaði svo allt í einu hvað er í gangi.Held að þær séu að reyna að drepa mig, aha las nefnilega einhversstaðar dabók köttsins og þar var það svart á hvítu að þegar köttur er að vefja sig um fætur eiganda síns svona þá er hann að reyna að fella hann.Svo að núna verð ég að fara mjög varlega hérna á heimilinu þegar þær er nálægt.

Þær lýta sakleysilega út :)



Ef það verður ekkert búið að heyrast frá mér á næstu dögum þá vitiði að ætlunar verk kattana tókst.



 Bless í bili  Baddý crasy cat lady. ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli