Núna er sunnudagsmorgun og ég vöknuð fyrir allar aldir,þetta er frekar óeðlilegt hjá mér.Enginn þynnka þar af leiðandi var ekkert jamm hjá mér í gær.Það er nú frekar óeðlilegt líka hahaha,en er ekkert ósátt samt við það.Reyndar dauðlangaði mig að skella mér á blót á Bíldudal í gærkveldi,hef ekki farið á blót þar síðan ég var ólétt af henni Alexöndru og það eru alveg heil 23 ár síðan.En það mun örugglega koma að því að ég skelli mér þangað og dansa af mér lappirnar þar.En það er voðalega ljúft að vakna stundum svona á undan öllum meira að segja kettirnir sofa,og það er allt svo hljótt .Er núna að espa mig uppí það að byrja að prjóna aftur,búinn að horfa á garnið í 3 daga en ekki ennþá haft mig í að taka þá upp.En finn að prjónamaníann er að fara að hellast aftur yfir mig,kominn með ágætt safn af einbandi og ætla að föndra eitthvað nýtanlegt úr því.Langar að gera einhverja söluvæna prjóna vöru,er kominn með kollinn fullann af hugmyndum og núna er bara að fara að framkvæma.Jæja þetta er ágætt bull að sinni svona í morgunsárið,læt þetta duga í dag.
Baddý over and out <3
 |
| Þetta útsýni vildi ég hafa alla morgna |
 |
| Fallegi fjörðurinn |
 |
| Er með heimþrá og sakna sumars |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli