Síður

fimmtudagur, 16. október 2014

Þytur í vindi þögnina skerpir

Það er nú ekki sérlega spennandi veður í dag verð ég bara að segja.Skítakuldi og rok auðvitað nennti ég ekki að taka þvottinn minn af snúrunum í gær svo að ég fer bara í þvottamó á eftir.

Hef nú ekki mikið að bulla um í dag,svaf ekkert í nótt eitthvað helv andvakselsi í gangi.Svo að ég eyðilagði morguninn með því að sofa eins og geit.Þoli ekki þegar svona gerist dagurinn verður alveg ónýtur og maður verður voðalega latur allann daginn.

En í gærkveldi var ég með saumaklúbb með nokkrum skvísum og það var nú bara mjög gaman.En klikkaði á því að drekka aðeins of mikið kaffi alveg framm að miðnætti sennilega og ætli það sé ekki ástæða svefnleysis næturinnar.

En ætla að reyna að koma mér í göngutúr í dag og vona að geðvonskann fjúki þá útí veður og vind.

Þytur í vindi þögnina skerpir 
þeysast um laufblöð og sprek.
Í angist sólin geisla sendir,
sannfærist enn um sitt þrek.
Beljandi rigning og rok,
reynir tilvist að sanna.
Smýgur kuldinn og fingra kreppir,
kyssir á enni mann.



                                   Baddý !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli