Nú er kominn dagur 2 í ansi slæmum liðverkjum,og það er bara frekar pirrandi get ég sagt ykkur.En þetta gengur til baka hef bara ekki alveg nægilega mikla þolinmæði í það.
Sit hérna núna tuðandi í köttunum og þamba kaffi,ef þessir kettir mínir gætu talað.Já þá hefðu þær nú heilmikið að segja frá,hinar ýmsu furðusögur af furðulega eiganda sínum.En það er bara ágætt að þær tali eingöngu kattarmál,sem auðvitað ég skil ;)Þær voru extra mikið í morgun að vefja sér um fæturnar á mér,held að þær hafi ætlað að klára verkið að losa sig við mig.En ég ruglaði þær gjöramlega hljóp eins og eldibrandur og fyllti dallana af mat,þá steingleymdu þær ætlun sinni.Þar var ég einstaklega heppinn fá einn dag enn hérna í höllinni.
Það er greinilegt að ég hef ekki mikið að blogga um í dag hahaha.
Og núna ætla ég að drífa mig í maraþon kaffidrykkunni,bara búinn að ná einum bolla af kaffi.
Vona að þið eigið öll frábærann dag,verður kanski vitrænna næsta bloggg en einhvern veginn býst ég ekki við því.Góðar stundir allir sem einn.
| Hvít fönn þekur jörð og bæ, Krakkar ná sér í húfur. Stormur kaldur við úfinn sæ, Snær fýkur yfir þúfur. Vetur gamli er kaldur karl, Hin unga sól hverfur um tíma. Ekki margt er vetrarins ofjarl, Skepnur i kojum sínum híma. Blóm vetrarins skríða um gler, Litleysi veröldina skapar. Mörgum hlakkar til þegar karlinn fer, Á endanum er það hann sem tapar. |






Engin ummæli:
Skrifa ummæli