Síður

miðvikudagur, 29. október 2014

Tíminn er eins og vatnið,

Já góðann daginn,það er kominn enn einn miðvikudagurinn.Og í þokkabót 29 oktober vá tíminn lýður frekar hratt stundum.


Á hverjum degi skoppa ég frammí gang og athuga hvort pósturinn sé kominn,er nefnilega að bíða eftir svari frá Tryggingarstofnun.
Og á hverjum degi verð ég alltaf aðeins svarsýnni,ekkert svar ekkert.Verð að játa það að það er ekki sérlega heillandi að vita til þess að ég fái ekki borgað frá þeim.Þá verð ég bara alveg bjargarlaus,búinn með allann rétt hjá Verkvest.Segi bara fokk og meira fokk,en ætla ekki alveg að missa mig það eru 2 dagar eftir af mánuðinum.Það er bara óþægilegt að vera svona í lausu lofti verð ég að játa.


En í gær áorkaði ég það að klára að gera blessað slátrið,og maður minn hvað það var frábært að fá nýtt slátur.Drengurinn alveg himinn lifandi og hlakkar til að fá það steikt í dag með sykri.Já og mig hlakkar líka til þetta er bara svo gott.


En er að hugsa að láta þetta bara duga í dag,og koma mér í að gera eitthvað skemmtilegt já eða leiðinlegt fer eftir hvað ég geri af mér.Eigið góðann dag allir sem einn og njótið sólarinnar þar sem hún skín í dag :)


Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.

Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.

Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.



                             Baddý !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli