En hér gerist nú ekki sérlega mikið svo sem,bara alltaf það sama eiginlega.Vaknað til að reka unglinginn í skólann svo bara prjón og meira prjón.
Tók reyndar langa göngu í gær og kláraði að fara með pappírana fyrir þessar tryggingar,vona bara að þetta gangi í gegn sem fyrst.Annars verðum við bara að búa í tjaldi og læra að lifa á loftinu,það gæti nú svosem verið heillandi og spennandi á sinn hátt.
En það var svo fjarskalega fallegt veður í gær að ég missti mig aðeins og fór aftur í göngutúr í gærkveldi.Bara elska svona haustdaga þegar er svona milt og fallegt veður.En auðvitað voru þessi leiðindarhné ekki alveg jafn hrifinn af þessu labbi,svo að núna er ég kominn með auka hné frekar flott samt.Kominn með bólgur við hnéð alveg eins og exstra hné.En er auðvitað svo vittlaus að ég fer örugglega aftur að ganga smá í dag,meina það er svo flott veður já og spara bensínið á bílinn.
Jæja hef bara eiginlega ekkert meira að bulla um í dag,best að fara að koma sér í að gera eitthvað hérna í höllinni.
Hugleiðingar um haustið
Sumri hallar, senn er komið haust
svalir vindar, gáska-fullir gnauða.
Til jarðar falla laufblöð ofur laust
lífs með marki, nær þó gerum dauða.
Fegurð haustsins, falin öllum litum,
fyrr en varir klæðir hraun og hlíð.
Hrím og mosa - áður en við vitum,
vermir, stund úr degi, sólin blíð.
-----------
Er haustið kom, það heilsaði mínum sjónum
með höfgum svip, og reisn í hæstu krónum.
Eitt gulnað blað, er féll við mína fætur
fræddi mig um tré, er sumrið grætur.
Veðurbarin tré er vetri kvíða
visna upp, á móti strengjum stríða.
Haustið kemur fyrr en oftast áður
æsast vindar, magnast frostsins gráður.
Falla haustsins tár úr himna gáttum
heilsa sveipar vinds úr öllum áttum.
Gisnar kræklur greina í regnsins fljóti
gráma haustsins taka vel á móti.
Kveðja Baddý :)


Engin ummæli:
Skrifa ummæli