Síður

sunnudagur, 5. október 2014

Lífið er furðulega skrýtið og skemmtilegt stundum

Góðan dag það gerist nú ekki mikið hjá manni þessa dagana,svo að það er ekki mikið að blogga um svo sem.

En er nýkominn heim eftir eina og hálfa viku í sveitinni minni góðu,búnar að vera smalamennskur og læti.Alltaf er nú jafn gamann að komast í þær,ég reyndar smala nú ekki mikið en elda ofaní liðið og stend fyrir.Það er alltaf gamann að hitta alla sem koma og sjá kindur og lömb koma af fjalli.Finnst þetta vera algjör forréttindi að geta gert þetta já og bara hluti af lífinu.

Svo fór ég auðvitað í meningarreysu um daginn alla leiðina á Ísafjörð með Maju,varð að fara með aðra kisuna mína til dýralæknis og hún er fótbrotinn ræfilinn.En fékk bólgueyðandi lyf fyrir hana og hún er öll að koma til,sem betur fer hefði verið sárt að þurfa að lóga henni.Og auðvitað tókum við kisurnar með í sveitina,leyfði þeim reyndar ekki að fara út en þær höfðu það bara ágætt.Held samt að þær séu að hugsa um það ennþá að borða mig einhvern daginn,treysti ekki alveg hvernig þær horfa á mig.

En svo er nú líka gamann að segja frá því og er nú held ég það mest spennandi sem hefur gerst í heil 14 ár.Er að fá nýjann titil eftir nokkra mánuði jáhá er að verða amma,sem er bara frekar skrýtið miðað við það að ég er einungis  18 vetra trippi.En finnst þetta bara hrikalega spennandi og er bara spennt,veit að hún Alexandra og hann Ísak eiga eftir að verða flottir foreldrar.Hinsvegar spurning með mig em ömmu ,hahaha nú verður samið nýtt lag í ár og mun það heita amma þarf að djamma.En þetta er allt voðalega spennó ekki spurning.

Jæja ætla að láta þetta duga í dag kominn með verki í fingur af öllu þessu pikki,eigið frábæran sunnudag öll samann.

Skrýtið að þessi litla dama sé að verða mamma :)




                                                Baddý 





1 ummæli: