Síður

þriðjudagur, 7. október 2014

Stundum er ekki allt alveg eins og maður vill hafa það

jæja núna er ég sest niður og ætla að blogga smá bara uppá grínið.

Síðustu dagar hafa nú ekki verið neitt sérlega skemmtilegir hérna hjá mér,vaknaði á sunnudags morgni með skítapest hnerrandi með hor og hita.En er búinn að þamba óendanlega mikið af soðnu vatni með sítrónu og hunangi og er ekki frá því að það hafi nú lagað slatta (er reyndar ýmundunnarveik með meiru ).





Svo bilaði rúðan í bílnum hjá okkur á laugardag vildi ekki lokast og var kominn uppá Hálfdán þegar hún loksins lokaðist það var svolítið köld bílferð sko.Og þvottavélin tók uppá því að bila líka hahaha akkúrat þegar ég þurfti að þvo heilann helling af þvott , það koma oft svona dagar sem ekkert virðist virka hjá manni svei mér þá.


Og núna stend ég frammi fyrir öðru svakalega skemmtilegu eða þannig.Hnén ekki farinn að lagast og þann 14 okt er ég búinn með réttinn hjá verkalýðsfélaginu um sjúkrapening og fékk auðvitað bréf frá tryggingunum að ég komist ekki á örorku hjá þeim.En get sótt um eitthvað sem heitir endurhæfingarörorka,og ætli ég komist nokkuð á það heldur.Spurning að fara að æfa sig í að búa í tjaldi og lifa á loftinu,einn kostur við það þá mun ég grennast hratt hahaha.

En ætla að hætta að væla svona og velta mér uppúr þessu öllu það gerir ekkert gagn.Ætla bara að taka upp prjónana og prjóna fleiri sokka og láta mig dreyma um að ég geti selt fullt af prjóni og verð rík einhvern daginn,draumar kosta mann ekkert :)



                                Bið að heilsa í bili 



                                                      Baddý :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli