Síður

þriðjudagur, 14. október 2014

Til hamingju með daginn

Í dag er 14 október svo sem ekkert öðruvísi dagur en hver annar.En hann er alltaf sérstakur hjá okkur í dag á hann Felix afmæli og hefði orðið 44 ára í dag.

Það er kanski skrýtið að ég sé að blogga um það,þar sem við skildum árið 2008.En staðreyndinn er nú bara sú að hann hefur nú alltaf verið hluti að mínu lífi síðann ég var bara 16 ára.Og stærsta staðreyndinn er að við eigum 3 börn samann,og mig langar að minnast hans á þessum degi með þeim.

Á síðustu 2 árum hafa börnin mín þurft að kljást við mikla sorg já og erfiðleika sem enginn svona ungur á að þurfa að gera.Á einum degi urðu þau að verða fullorðinn aðeins 21 árs 18 ára og 12 ára,og það óskar enginn móðir börnunum sínum.Og á þessum 2 árum hefur margt gerst þar sem þeim hefur vantað pabba sinn og ég veit að það lýður ekki sá dagur sem þau hugsa til hans og sakna.Og það sem var sagt að þau myndu ganga úti í lífið eins og ekkert hefði breyst er nú bara ekki alveg staðreyndinn.

Í vor fermdist drengurinn og það var erfitt að hafa engann pabba hjá sér á þeirri stundu,en við erum heppinn að við eigum hafsjó af ættingjum og vinum sem hjálpa mikið.Og svo í vetur er Alexandra að fara að verða mamma og ég veit að það er erfitt að hafa ekki pabba sinn hjá sér þá,ég veit að það hefði kætt hann Felix ógurlega að verða afi.Og Melkorka saknar hans líka öllum stundum og vantar oft að geta talað við hann.Í fyrra á afmælinu hans fór ég með drenginn uppá leiðið hans á afmælinu og það er það erfiðasta sem ég hef séð,að horfa uppá drenginn gráta yfir látnum föður sínum sjá þessa sorg og mikla söknuð það var bara hræðilegt.

En það má ekki bara hugsa um sorgina,ég veit að krakkarnir mínir eru stekrir einstaklingar og eru að læra að lifa með þessu.Og nýtum við hvern dag til að njóta þess að vera til og meta það sem við höfum.En ætla bara að segja til hamingju með daginn þinn elsku Felix við hugsum til þín í dag.


Ætla að setja inn hérna nokkrar gamlar og góðar myndir af honum   og krökkunum.














Þegar raunir þjaka mig 
þróttur andans dvínar 
þegar ég á aðeins þig 
einn með sorgir mínar. 
Gef mér kærleik, gef mér trú, 
gef mér skilning hér og nú. 
Ljúfi drottinn lýstu mér, 
svo lífsins vef ég finni 
láttu ætíð ljós frá þér 
ljóma í sálu minni. - 





                                                  Baddý 


                            



                              


Engin ummæli:

Skrifa ummæli